Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2013 | 20:55

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi, Eygló Myrra, Ólafía Þórunn, Ragna Björk, Sunna Víðis, Thedór Emil og Ari hófu keppni í dag

Það er mikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu nú í byrjun viku:

1. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR tekur þátt í Pirate Invitational í Pooler, Georgíu dagana 25.-26. febrúar og hefst mótið því í dag hjá honum.

2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO, keppir á Cal Classic mótinu, í Livermore, Kaliforníu. Spilað er á golfvelli Ruby Hills golfklúbbsins. Mótið stendur 25.-26. febrúar og hefst því í dag.

3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest keppa á High Point Classic mótinu, sem fram fer í Willow Creek GC í Willow Creek, Norður-Karólínu.  Mótið stendur 25.-26. febrúar og hefst því í dag.

4. Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og golflið St. Leo, þ.e. The St.Leo Lions  keppa á Lady Moc Classic @ Lakeland, Fla. í The Club at Eaglebrooke, í Flórída og stendur mótið 25.-26. febrúar og hefst því í dag.

5. Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hefja keppni á High Point University Classic, í Norður-Karólínu, en það mót stendur 25.-26. febrúar og hefst því í dag.

6. Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKJ og  golflið University of Arkansas at Monticello taka þátt í Texoma Chevy Dealers-Crawford/Wade Invitational í Commerce, Texas en mótið stendur líkt og hin 5 framangreindu dagana 25.-26. febrúar og hefst því í dag.