
Evróputúrinn & Sólskinstúrinn: Dawie Van Der Walt vinnur fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni – á Tshwane Open
Dawie Van Der Walt var að vinna fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni nú rétt í þessu á Tshwane Open mótinu, sem fram hefir farið í Copperleaf Golf & Country Estate.
Van Der Walt lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (68 65 67 67).
Í 2. sæti 2 höggum á eftir Van Der Walt varð Darren Fichardt, sem búinn var að leiða mestallt mótið. Hann spilaði samtals á 19 undir pari, 269 höggum (65 71 64 69).
Í þriðja sætinu varð Louis De Jager á 18 undir pari og í 4. sæti varð síðan sá fyrsti sem ekki var frá Suður-Afríku, Peter Uihlein frá Bandaríkjunum á samtals 17 undir pari. Heimamenn frá Suður-Afríku: Van Der Walt, Fichardt og De Jager röðuðu sér nefnilega í 3 efstu sætin; enda þekkja þeir Ernie Els hannaða Copperleaf völlinn eflaust best allra.
Lítið var um þekkta kylfinga í mótinu; flestallir þátttakendur voru strákar sem komust í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar eða heimamenn af Sólskinstúrnum suður-afríska. Eitt þekktasta nafnið; fyrirliði 2012 Ryder bikarsliðs Evrópu, José Maria Olazabal varð í síðasta sæti þeirra, sem komust í gegnum niðurskurð, þ.e deildi 76. sætinu á samtals 3 yfir pari.
Til þess að sjá úrslitin á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022