Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2013 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra efst í liði sínu á Cal Classic – hefur leik í San Jose á morgun

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið USF tók dagana 25.-26. febrúar s.l. þátt í Cal Classic mótinu, í Livermore, Kaliforníu.

Spilað var á golfvelli Ruby Hills golfklúbbsins.   Þátttakendur voru 60 kylfingar frá 11 háskólum.

Eygló Myrra stóð sig best af liði USF – spilaði hringina 2, á 8 yfir pari, 152 höggum (78 74) og varð T-22. Það sama verður ekki sagt um liðsfélagana, sem voru í 34. sæti, 45. sæti og 57.-58. sæti og því varð USF í 11. og neðsta sæti í liðakeppninni.

Eygló Myrra og USF hefja leik á Juli Inkster Spartan Invite á morgun, en þá er spilað á golfvelli Almaden golfklúbbsins í San Jose, Kaliforníu. Þátttakendur í því móti eru 70 frá 14 háskólum.

Fylgjast má með gengi Eyglóar Myrru og USF með því að SMELLA HÉR: