Hver er kylfingurinn: Michael Thompson?
Eftir gærdaginn, 3. mars 2013, ætti nafn Michael Thompson að vera þekktara en dagana þar áður, því hann vann glæsilega á Honda Classic mótinu, sem fram fór á PGA National golfvellinum í Palm Beach Gardens, átti 2 högg á Ástralann Geoff Ogilvy. Þetta var fysti sigur hans á PGA Tour!
Thompson komst einnig í fréttirnar þegar hann var í forystu eftir 1. dag US Open 2012 á glæsilegum -4 undir pari, 66 höggum. Um sjálfan sig sagði hann þá, að hann væri frekar óþekktur kylfingur „Látið Tiger um að vera í kastljósinu“ sagði hann m.a. í viðtali sem hann veitti eftir glæsihring sinn þá. „Ég veit að ég er ekki þekktur, en ég hangi þarna inni og ég veit að ég er að keppa til úrslita þegar ég pútta eins og ég gerði ( á 1. hring US Open 2012).
En hver er þessi viðkunnanlegi kylfingur?
Michael Hayes Thompson fæddist 16. apríl 1985 í Tucson, Arizona og sem stendur spilar hann á PGA Tour.
Á háskólaárum sínum var Thompson í University High School í Tucson, Arizona frá 1999 til 2003. Meðan hann var þar vann hann Class 4A state team championship árið 2003 og var valinn Arizona High School State kylfingur ársins 2002 og 2003. Thompson var í Tulane University tvö keppnis-tímabil þar til að golfliðið leystist upp vegna hvirfilbylsins Katrina. Thompson flutti sig þá yfir í University of Alabama. Meðan hann var í golfliði Alabama var Thompson valinn SEC kylfingur ársins 2008.
Thompson spilaði í úrslitunum í US Amateur 2007 en tapaði fyrir nýliða á PGA í ár, Colt Knost 2 & 1. En þessi árangur varð til þess að honum var boðið að taka þátt í the Masters 2008 og US Open 2008. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á the Masters, en var sá áhugamaður sem var með lægsta skorið á US Open í Torrey Pines, þar sem hann lauk keppni á 9 yfir pari, 292 höggum og varð í 28. sæti. Í vikunni á eftir var honum boðið að spila á the Travelers Championship, þar sem hann komst í gegnum niðurskurð og var á samtals 3 undir pari, 277 höggum og varð T-58.
Thompson var 1 viku hæst „rankaði“ kylfingurinn á World Amateur Golf Ranking áður en hann gerðist atvinnumaður í júlí 2008. Árið 2010 spilaði Thompson á the Hooters Tour, og þar var hann útnefndur Hooters Tour kylfingur ársins 2010.
Í Q-school PGA Tour 2010 varð Thompson T-16 og því hlaut hann keppnisrétt á PGA Tour 2011. Besti árangur hans 2011 var 3. sætið á McGladrey Classic mótinu.
Thompson fór í úrtökumót til þess að komast á US Open 2012 og þar var hann í forystu eftir 1. dag, sem segir.
Michael Thompson er kvæntur Rachel sinni (sem líka bar ættarnafnið Thompson og það áður en þau giftu sig). Hún er doktor í íþróttafræðum og útskrifaðist úr hinum virta Emory University. Hún var kaddý fyrir Thompson m.a. þegar hann sigraði á Hooters Tour. Þau tvö kynntust meðan Michael var í Tulane University.
Það verður gaman að sjá hversu mikið Thompson hækkar sig á heimslistanum þegar hann verður birtur seinna í dag.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024