Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sir Patrick Moore – 4. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Sir Patrick Alfred Caldwell-Moore, CBE, FRS, FRAS. Hann var fæddur 4. mars 1923 og hefði því átt 90 ára merkisafmæli í dag, en hann dó 9. desember 2012. Moore var áhugamaður um stjörnufræði og var þekktur rithöfundur á því sviði, rannsóknarmaður, útvarps-og sjónvarpsmaður.

Patrick Moore

Patrick Moore

Moore var forseti British Astronomical Association, og einn af stofnendum og forseti the Society for Popular Astronomy (SPA) og auk þess höfundur 70 bóka um stjörnufræði og þáttastjórnandi í þeim þætti sem gekk lengst í sjónvarpi í heiminum um stjörnufræði á BBC: The Sky at Night. Hann var sérfræðingur í athugunum á tunglinu og fyrir að búa til Caldwell skrána. Hann var áhugamaður í krikkett og golfi og spilaði skák. Hann skrifaði einnig nokkrar skáldsögur.  Moore var þekktur andstæðingur refaveiða á Englandi, mikill andstæðingur Evrópusambandsins, stuðningsmaður litla breska sjálfstæðisflokksins (UK Independence Party). Moore var í konunglega breska flughernum (Royal Air Force) í 2. heimstyrjöldinni, en í því stríði dó kæresta hans og hann kvæntist aldrei.

Sir Patrick Moore ferðaðist mikið (m.a. kom hann til landa í öllum 7 heimsálfunum og til Suðurskautlandsins)  og sagði hann að Ísland og Noregur væru uppáhaldslönd sín í öllum heiminum! Í desember s.l. missti Ísland því einn einlægasta aðdáanda sinn og golfheimurinn, einn af mörgum áhugakylfingum.

Sir Patrick Moore

Sir Patrick Moore

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pamela Barton, f. 4. mars 1917 – d. 13. nóvember 1943;  Judy Dickinson, 4. mars 1950 (fyrrum LPGA kylfingur – 63 ára); Peter Erling Jacobsen, 4. mars 1954 (59 ára);  Roger Wessels, 4. mars 1961 (suður-afrískur kyfingur – 52 ára);  Ian David Garbut, 4. mars 1972 (41 árs); Jerod A. Turner 4. mars 1975 (38 ára); Helgi Dan Steinsson, GL 4. mars 1976 (37 ára); Kim Welch, 4. mars 1983 (30 ára stórafmæli!!! – nýliði á LPGA – sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: ) ….. og ……

 

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag, innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is