Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 10:30

PGA: Tiger í forystu þegar Cadillac mótið er hálfnað – Hápunktar og högg 2. dags

Tiger Woods hefir tekið forystu á Cadillac Championship – er búinn að spila samtals á 13 undir pari, 131 högg (66 65).  Í dag fékk hann 8 fugla og 1 skolla (fækkaði fuglunum um 1 og skollunum um 2 frá því í gær).

Í 2. sæti er Graeme McDowell 2 höggum á eftir Tiger og í 3. sæti eru Phil Mickelson og Steve Stricker á samtals 10 undir pari, hvor eða 3 höggum á eftir Tiger.

Jafnvel þó Steve Stricker hafi tekið Tiger í pútttíma sér hann eflaust ekki eftir því að hann sé nú í 3.-4. sæti en Tiger fyrsta sætinu.  Bestu kylfingunum þykir ekkert athugavert að deila upplýsingum eða gefa góð ráð s.s. fram kemur í bók eins besta golfíþróttasálfræðings heims, Bob Rotella: „Golf is not a game of perfect.“  Það sem gert er við góð ráð er alltaf undir viðkomandi kylfingi komið, hann einn vinnur úr þeim og Tiger er einfaldlega heitur þessa dagana. Þremur höggum heitari en Stricker – spurning hvort honum takist að halda því yfir helgina og standa uppi sem sigurvegara sunnudagskvöldið?

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags á Cadillac Championship sem Zach Johnson átti  SMELLIÐ HÉR: