Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stuart Grosvenor Stickney – 9. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Stuart Grosvenor Stickney (f. 9. mars 1877 – d. 24. september 1932) en hann hefði orðið 136 ára í dag. Stickney var bandarískur kylfingur sem keppti á Sumarólympíuleikunum 1904 í St. Louis í golfi.

Stickney var hluti af banadríska liðinu sem vann silfur. Hann varð í 15. sæti í einstaklingskeppninni.  Eins vann Stickney Trans-Mississippi Amateur, árið 1913.  Stu ásamt bróður sínu Art, sem einnig var í silfurliði Bandaríkjanna 1904 störfuðu sem verðbréfamiðlarar í St. Louis.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marlene Streit (Kanada), 9. mars 1934 (79 ára) …. og …..