Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 12:30

Greg Norman nýr aðstoðarþjálfari Ólympíuliðs Kína

Tvöfaldur sigurvegari á Opna breska, Greg Norman, hefir verið útnefndur þjálfari kínverska Ólympíuliðsins.

Árið 2016 verður golf í fyrsta skipti aftur ólympíugrein, en svo hefir ekki verið heila öld eða allt frá árinu 1904.

Kínverska golfsambandið hefir beðið Norman að vera þjálfara golflandsliðs Kína til ráðgjafar. Meðal verkefna fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum (Greg Norman) verður að þróa golfæfingaráætlun og velja bestu kylfinga Kína á leikana í Brasilíu.

Greg Norman sagði að þetta væri mikill heiður að vera útnefndur þjálfari og þar hefði m.a. ráðið 35 ára reynsla hans sem alþjóðlegs leikmanns.

Í samvinnu við kínverska golfsambandið mun Norman reyna að bæta stöðu Kína í golfheiminum, langt umfram Ólympíuleikana.  Norman mun m.a. vinna með landliði Kína í að bæta frammistöðuna í keppnisgolfinu, m.a. í ungliðastarfinu og uppbyggingunni.

„Ráðning mín sem aðstoðarþjálfara/ráðgjafa er (að þakka) uppsafnaðri 35 ára reynslu minni sem alþjóðlegs leikmanns,“ sagði Norman m.a. „Ég hef alltaf verið talsmaður vaxtar og aðgengileika golfleiksins og hlakka til að vinna með CGA (kínverska golfsambandinu) til þess að miðla af reynslu minni og langvarandi stuðningi mínum við unglingastarf í Kína.“

„Hlutverk mitt er ekki aðeins að undirbúa kínverska landsliðið fyrir alþjóðlegar keppnir heldur einnig kenna félagslega færni, siðareglur, heiðarleika og sjálfsöryggi og varða veginn fyrir unga kínverska kylfinga í framtíð þeirra sem fullorðinna.“

CGA (kínverka golfsambandið) hefir lýst Greg Norman einstaklega hæfileikaríkan til þess að inna starf sitt af hendi að gefinni breidd reynslu hans sem atvinnumanns, stuðnings hans við unglingastarfið og langtíma skuldbindingar hans við þróun golfíþróttarinnar í Kína.

Mikið verk bíður Greg Norman en sem stendur eiga Kínverjar aðeins 1 kylfing á topp-200 á heimslistanum en það er kylfingur nr. 179, Wu Ashun.

Þess ber þó að geta að Kínverjar hafa verið að sækja sig m.a eiga þeir mjög frambærilega kvenkylfinga þar sem eru Shanshan Feng (sem spilar á LPGA) – (hér má sjá kynningu Golf1 á Shanshan SMELLIÐ HÉR: og Jia Yun Li (sem hlaut fullan keppnisrétt á LET í Lalla Aicha Tour School 2013 – varð T-25 og rétt slapp inn meðal þeirra 30 sem hlutu fullan keppnisrétt – sjá kynningu Golf1 á Li með því að SMELLA HÉR: )

Svo má ekki gleyma kínverska undraunglingnum Guang Tianlang sem keppir m.a. á the Masters nú í næsta mánuði aðeins 14 ára, en Greg Norman á eflaust eftir að vinna mikið með honum!  (Sjá nýlega grein Golf 1 um Tianlang með því að SMELLA HÉR: )