Hrafn Guðlaugsson, GSE and Faulkner. Photo: In Hrafns possession
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 15:30

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson og Faulkner sigruðu í Suður-Karólínu á TaylorMade Adidas Intercollegiate!!!

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og „The Eagles“ golflið Faulkner háskólans tóku þátt í  TaylorMade Adidas Intercollegiate  11.-12. mars s.l. í Beaufort, Suður-Karólínu.

Skemmst er frá að segja að „The Eagles“ höfðu hreina yfirburði af þeim 13 háskólum, sem þátt tóku í mótinu og áttu samtals 28 högg á næsta lið í keppninni en liðið hafnaði í 1. sæti, með samtals 919 högg á 3 hringjum.  Glæsilegur sigur þetta hjá Hrafni og félögum!!!

Hrafn var á 3.-4. besta skori liðs síns og taldi það því í glæsilegum sigri Faulkner.

Í einstaklingskeppninni lék Hrafn á samtals 233 höggum (74 76 83) og varð T-7, þ.e. deildi 7. sætinu með liðsfélaga sínum Hunter Fikes og 3 öðrum, sem líka er frábær árangur í ljósi þess m.a. að keppendur voru 81 í mótinu. Aðrir liðsfélagar Hrafns þeir Brandon Godwin og Daniel Jansen höfnuðu í 2. og 3. sæti í mótinu.

Hrafn og „The Eagles“ golflið Faulkner munu næst spila á the Emmanuel College Invitational í Hartwell, Georgíu.,  24. mars n.k.

Til þess að sjá úrslitin á TaylorMade Adidas Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: