Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 07:00

Birgir Leifur meðal verðlaunahafa á Ballantyne mótinu í N-Karólínu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK luku í gær leik á The Championship at Ballantyne Country Club, sem er mót á eGolf Professional Tour. Spilað var á mjög svo blautum golfvelli Ballantyne CC, í Charlotte, Norður-Karólínu, en mikið rigningaveður þar olli því að mótið var stytt í 2 daga mót.

Birgir Leifur lauk keppni í 36. sæti og var meðal þeirra sem hlutu verðlaunatékk fyrir góða frammistöðu sína, $ 971 sem eru u.þ.b. 120.000 íslenskar krónur. Efstu 50 í mótinu „were in the money“ eins og sagt er á ensku og Birgir Leifur þar á meðal. Birgir Leifur spilaði á samtals 1 undir pari, 143 höggum (72 71).

 Ólafur Björn lauk keppni í 69. sæti á 3 yfir pari, 147 höggum (72 75).

Til þess að sjá úrslitin á The Championship at Ballantyne Country Club SMELLIÐ HÉR: