Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 15:00

Evróputúrinn: Chinnarat Phadungsil leiðir eftir 1. dag Avantha Masters

Í dag hófst í Delhi á Indlandi nánar tiltekið á golfvelli Jaypee Greeens golfsklúbbsins, Avantha Masters, en mótið er mót vikunnar á Evróputúrnum og samvinnuverkefni við Asíutúrinn.

Eftir 1. dag er Thaílendingurinn Chinnarat Phadungsil í forystu, lauk 1. hring á glæsilegu 11 undir pari, 61 höggi.  Phadungsil skilaði „hreinu skorkorti“ með 11 fuglum og 7 pörum.  Á seinni 9 fékk hann 8 fugla aðeins par-3 17. holan stóð eitthvað í honum þannig að hann næði 9 fuglum í röð!!!

Í 2. sæti eru heimamaðurinn Abhijit Singh Chada,  Thaílendingarnir, Nirat Chapchai og Chawalit Plaphol, Svíinn Magnus A Carlson, og Wenchong Liang frá Kína. Þeir voru allir á 6 undir pari,  66 höggum heilum 5 höggum á eftir Phadungsil.

Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 1. dag á Avantha Masters SMELLIÐ HÉR: