Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 08:00

Lexi tjáir sig m.a. um mikilvægi golfáhangenda eftir 1. hring RR Donnelley – Myndskeið

Eftir 1. hring á RR Donnelley LPGA Founders Cup var tekið viðtal við Lexi Thompson, sem deilir 7. sætinu í mótinu sem stendur ásamt þeim Jiyai Shin og Kathrine Hull-Kirk.  Allar eru þær búnar að spila á 5 undir pari 67 höggum og eru 4 högg á eftir forystukonunni japönsku Ai Miyazato, sem setti vallarmet, 63 högg, á Wildfire golfvellinum í Phoenix, Arizona.

Í viðtalinu segir Lexi m.a. frá því hversu frábært sé að stofnendur LPGA bíði eftir þeim þegar þær ljúka hring á 18. flöt og  talar síðan almennt um mikilvægi golfáhangenda.  Sérstaklega finnst Lexi (sem er nú aðeins 18 ára sjálf) gaman þegar yngri stelpurnar fá hvatningu við að horfa á leik þeirra. Hún segir síðan að golfáhangendur alemnnt séu afar mikilvægur hluti leiksins, því annars myndi öll keppni vera leiðinleg ef enginn væri til að fylgjast með!

Til þess að sjá myndskeiðið þar sem Lexi tjáir sig m.a. um mikilvægi golfáhangenda SMELLIÐ HÉR: