
GKG: Opið stutta spils mót til styrktar keppnishópum GKG í Kórnum laugardaginn 16. mars n.k.
Á laugardag n.k. verður haldið í fyrsta sinn opið stutta spils golfmót í Kórnum til styrktar keppnishópum GKG, en þau halda í æfingaferð til Spánar í apríl. Mótið fer fram í æfingaaðstöðu GKG. Mótið fer fram í æfingaaðstöðu GKG og kostar einungis 1.000 kr. Glæsileg verðlaun í boði.
Um er að ræða stöðvakeppni (alls 10 stöðvar), þar sem ákveðnum fjölda bolta er vippað eða púttað á hverri stöð og árangur gefur ákveðið skor. Samtals er parið á „vellinum“ 71. Sjá hér fyrir neðan skorkortið og mynd af vellinum. Ágæt reynsla er komin af þessum velli á æfingum okkar keppnishópa sem og landsliðshópa.
Fyrirkomulag:
Hægt er að keppa í fjórum 90 mínútna hólfum frá kl. 10-16 (10-11:30; 11:30-13:00; 13-14:30; 14:30-16:00). Pláss er fyrir takmarkaðan fjölda í senn. Miðað er við að tveir og tveir leiki saman og þá geta 20 tekið þátt í hverju tímahólfi (alls 80 manns). Þetta er kjörið tækifæri að taka þátt í skemmtilegu stutta spils móti sem reynir á hæfileikana í vippum og púttum, og styrkja krakkana í leiðinni.
Skipulag:
Alls hefur hver ræsing 90 mínútur til umráða:
Þjálfari fer yfir stöðvarnar með hópnum og útskýrir reglur (10-15 mín);
Keppendur fá um 10-15 mínútur til að hita upp og prófa einhverjar stöðvar;
Keppendur raða sér á stöðvar og hefja leik á sama tíma, ca. 50 mín
Skil á skorum, ca. 10-15 mín.
Ef eitthvað er óskýrt þá er þjálfari á staðnum til útskýringa.
Keppnisfyrirkomulag:
Keppt er í einum opnum flokki og verða veitt verðlaun fyrir 3 bestu skor með og án forgjafar. Keppendur fá ¾ af sinni forgjöf eins og hún er skráð á golf.is. Ef keppandi er ekki með skráða forgjöf þá er miðað við 36 og ¾ af þeirri tölu.
Verðlaun eru frá N1, Golfbúðinni Hafnarfirði, og Golfverslun GKG.
Keppandi getur einungis unnið til verðlauna annaðhvort með eða án forgjafar.
Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í sæti þá gilda stöðvar 7-9, síðan 4-9, loks 3-9, svo 2-9. Ef enn er jafnt þá skal varpa hlutkesti.
Skráning:
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ulfar@gkg.is og gefa upp fullt nafn, klúbb, kt. og forgjöf. Mótið er opið öllum kylfingum. Taka skal fram á hvaða tíma þú vilt leika, en hafa ber í huga að fyrstir koma fyrstir fá.
Mótsgjald er kr. 1.000 og skal greitt með peningum enda enginn posi á staðnum.
Sjá mynd hér fyrir neðan af vellinum og skorkortinu.
Á stöðvum 5-7 er víti fyrir að vippa í vegginn. Ef bolti liggur við vegginn má færa þannig að staða náist, þó ekki nær holu.
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?