Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2013 | 19:15

Kylfingur í Flórída á 59 höggum í móti

Kylfingurinn Jesse Smith, 33 ára, náði þeim merkilega áfanga að „brjóta 60″ þ.e. hann lék 1. hringinn á móti í Fore The Players Tour, sem fór fram á par 70 Dubsdread golfvellinum, í Flórída, á 11 undir pari eða á 59 höggum.

Smith var á 30 höggum á fyrri 9 og fékk síðan 6 fugla á seinni 9, þ.á.m. á 12.-15. holu.  Hann fékk fugl á 17. braut og var þá kominn 11 undir par.

Það sem fréttamönnum Golf Channel þótti furðulegt var að Smith náði ekki fuglum á fremur auðveldum par-5 brautum vallarins

En Smith var ekki lengi í paradís.  Hann braut dræverinn sinn á 2. degi móti, sem var lokadagurinn.  Hann varð að spila án hans það sem eftir var og rétt náði 74 höggum og tapaði fyrir Andy Pope með 1 höggi. Pope fór heim með tékka upp á $1.100, en Smith tók aðeins $ 600 + montréttinn ævilangt af því að hafa náð, því sem margir kylfingar ná aldrei á golfferlinum: að vera á 59 höggum!!!