Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2013 | 02:45

PGA: Rose og Haas í forystu á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar og högg 2. dags

Justin Rose og Bill Haas deila 1. og efsta sætinu nú þegar Arnold Palmer Invitational er hálfnað.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Rose (65 70) og Haas (69 66).

Í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir á samtals 8 undir pari, 136 höggu er John Huh og í 4. sæti eru enn aðrir 3 Bandaríkjamenn á 6 undir pari, 138 höggum, hver: JJ Henry, Jimmy Walker og Ken Duke.

Það eru síðan 3 kylfingar, sem deila 7. sætinu: Tiger Woods, Vijay Singh og Mark Wilson.  Sjö kylfingar deila loks 10. sætinu, en þeirra á meðal eru Gonzalo Fdez Castaño og Rickie Fowler.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Arnold Palmer Inv.  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags á Arnold Palmer Inv. sem var glæsilegur ás Kevin Chappell SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR: