Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy – 22. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Peter McEvoy OBE, en hann er fæddur 22. mars 1953 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!!  Hann er einn fremsti golfáhugamaður Bret, sigraði m.a. í The Amateur Championship 1977 og 1978.

McEvoy var jafnframt 5 sinnum í Walker liði Íra&Breta á árunum 1977-1989. Eins spilaði hann 5 sinnum í Eisenhower Trophy og vann einstaklingskeppnina 1988. Hann var sá áhugamaður, sem var með lægsta skorið á Opna breska 1977 og 1978 og fyrsti breski áhugamaðurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð á The Masters 1978. McEvoy sigraði í  Lytham Trophy 1979, the Brabazon Trophy 1980 og var í 2. sæti á The Amateur Championship 1987. Ennfremur var McEvoy fyrirliði Walker Cup liða Íra&Breta 1999 og 2001, en í bæði skiptin unnu liðin.

Í dag er McEvoy þekktari sem golfpenni og golfvallarhönnuður, en fyrirtæki hans hannaði m.a. Indiana golfvöll, Desert Springs golfklúbbsins í Almería á Spáni og Fota Island golfvöllinn á Írlandi þar sem Irish Open 2001 fór fram.  McEvoy hefir gefið út bók „For Love or Money“ sem kom út 2006. Hann býr í Tewkesbury, Gloucestershire, í Englandi.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Peter Lawrie, 22. mars 1974 (39 ára);  Scott Gardiner, 22. mars 1976 (37 ára) …. og …..

… og …