LPGA: Recari efst fyrir lokahring Kia Classic
Beatriz Recari frá Spáni heldur forystunni fyrir lokahring Kia Classic á golfvelli Aviara golfklúbbsins í Carlsbad, Kaliforníu, þar sem mótið fer fram. Recari er samtals búin að spila á 11 undir pari, 205 höggum (69 67 69) og hefir 2 högga forystu á þá sem vermir 2. sætið – áströlsku golfdrottninguna Karrie Webb. Webb er búin að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum (67 70 70). Þriðja sætinu deila bleiki pardusinn, Paula Creamer og IK Kim, báðar á samtals 8 undir pari, 208 höggum; Creamer (69 68 71) og Kim (71 67 70). Í fimmta sæti á samtals 7 undir pari hve, eru síðan: Lizette Salas frá Bandaríkjunum Lesa meira
Golfgrín á laugardegi: „Á skítugum skónum“
Hér er einn, sem ekki verður þýddur hér: A married man was having an affair with his secretary. One day they went to her place and made love all afternoon. Exhausted, they fell asleep and woke up at 8 PM. The man hurriedly dressed and told his lover to take his shoes outside and rub them in the grass and dirt. He put on his shoes and drove home. ‘Where have you been?’ his wife demanded. ‘I can’t lie to you,’ he replied, ‘I’m having an affair with my secretary. We had sex all afternoon.’ She looked down at his shoes and said: ‘You lying bastard! You’ve been playing golf!’ Lesa meira
PGA: Tiger Woods efstur – Rickie Fowler T-2 – Hápunktar og högg 3. dags
Það er Tiger Woods sem er kominn í efsta sætið fyrir lokahring Arnold Palmer Invitational eftir 3. keppnisdag. Hann er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (69 70 66) og átti frábæran hring upp á 6 undir pari á 3. keppnisdegi. Tiger fékk örn, 5 fugla, 11 pör og 1 skolla. Í öðru sætinu, 2 höggum á eftir Tiger eru þeir Rickie Fowler, Justin Rose og John Huh allir á samtals 9 undir pari, 207 höggum; Fowler (73 67 67); Rose (65 70 72) og Huh (67 69 71). Fimmta sætinu deila síðan 5 kylfingar allir á samtals 8 undir pari, 208 höggum, hver, en það Lesa meira
GKJ: Kristján Þór Einarsson og Sigurður Sveinsson sigruðu á Opna Vormóti GKJ I og Golf Outlet
Í dag fór fram í fremur köldu og vindasömu veðri Opna vormót GKJ I og Golf Outlet. Þetta var langfjölmennasta golfmót dagsins 152 voru skráðir í mótið og 138 luku keppni, þar af 10 kvenkylfingar. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu úr mótinu með því að SMELLA HÉR: Leikfyrirkomulag var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Glæsileg verðlaun voru fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki gjafabréf frá Golf Outlet kr. 20.000 fyrir 1. sætið; kr. 15.000 fyrir 2. sætið og kr. 10.000 fyrir 3. sætið. Á besta skori dagsins var heimamaðurinn Kristján Þór Einarsson, GKJ, á 76 höggum. Í 2. sæti í höggleiknum var Karl Lesa meira
Opna Vormót GKJ I og Golf Outlet – 23. mars 2013
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Maria Salinas – (33. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2013
Það er Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristín er fædd 23. mars 1963 og á stórafmæli í dag! Kristín er úr mikilli, landsfrægri golffjölskyldu úr Hafnarfirðinum, sem öll eru í Golfklúbbnum Keili . Af fjölmörgum afrekum fjölskyldu Kristínar á golfsviðinu nægir að nefna að bæði dóttir hennar Jódís og sonur hennar Axel Bóasson hafa spilað á Eimskipsmótaröðinni, og Axel er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011 og stendur sig feykivel í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Mississippi State. Kristín sjálf sigraði 1. flokk á Íslandsmóti 35+, árið 2011 auk þess sem hún hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og er næstum alltaf með þeirra efstu. Kristín í hlutverki kylfubera Lesa meira
Evróputúrinn: Þrumuveður tefur leik á 3. degi á Maybank mótinu – Aphibarnrat enn efstur
Thaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat heldur forystu eftir að þrumur og eldingar frestuðu enn leik á Maybank Malaysia Open í Malasíu í morgun, 3. mótsdag.Aphibarnrat hafði rétt tekist að spila 2 holur og er nú samtals á 11 undir pari. Í 2. sæti 1 höggi á eftir er risamótssigurvegarinn suður-afríski Charl Schwartzel á 10 undir pari, en líkt og Aphibarnrat var hann bara búinn að spila 2 holur. Í þriðja sæti er hópur 7 kylfinga, sem allir eru búnir að spila á samtals 9 undir pari hver, en misjafnlega langt komnir á 3. hring. Í þessum hópi 7 kylfinga eru: Daninn Anders Hansen (búinn að spila 8 holur af 3. hring) og Lesa meira
Um 350 taka þátt í opnum mótum í dag!
Það eru 3 opin mót í boði fyrir golfþyrsta kylfinga og áætlað að 350 manns muni sveifla kylfum á einum eða öðrum tímapunkti í dag á þeim: 1. GKJ – Í Mosfellsbænum fer fram Opna Vormót GKJ I og Golf Outlet. Það eru 152 skráðir í mótið! 2. GSG – Í Sandgerði fer fram Marsmót nr. 4 og eru 47 manns skráðir í mótið! 3. GS – Á Hólmsvelli í Leiru fer fram fyrsta opna mót ársins í Egils Gullmótaröð GS og eru 150 manns skráðir í mótið! Til stóð að 4. mótið Vetrarmót 1 færi fram á Húsatóftavelli þeirra Grindvíkinga, en mótinu hefir nú verið aflýst. Já, nú eru Lesa meira
Evróputúrinn: Maybank Malaysia Open í beinni
Maybank Malaysian Open er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni en það fer fram í Kuala Lumpur, Malasíu. Sá sem á titil að verja er ítalski táningurinn Matteo Manassero, en einn sterkasti keppandi mótsins er nr. 3 á heimslistanum Luke Donald. Meðal annarra keppenda eru Alvaro Quiros, Edoardo Molinari, Pádraig Harrington og Thomas Aiken, sem vann Avantha Masters mótið á Indlandi um s.l. helgi. Sem stendur er Thaílendingurinn, Kiradech Aphibarnrat í forystu og Wu Ashun frá Kína og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku í 2. sæti. Útsending frá mótinu hófst kl. 4:30 í beinni á netinu. Til þess að sjá frá mótinu í beinni SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með stöðunni SMELLIÐ HÉR:








