
LPGA: Recari efst þegar Kia Classic er hálfnað
Það er hin spænska Beatriz Recari, sem leiðir þegar Kia Classic er hálfnað á Aviara golfvellinum í Carlsbad, Kaliforníu.
Forysta Recari er naum, en hún er búin að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (69 67).
Í 2. sæti eru bleiki pardusinn, Paula Creamer og hin ástralska Carrie Webb, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 7 undir pari, 137 höggum.
Forystukona gærdagsins, heimakonan Jane Park er dottin niður í 4. sæti stigatöflunar eftir hring upp á 72 högg, en því sæti deilir hún með 4 öðrum, þ.á.m. Inbee Park og Cristie Kerr. Caroline Hedwall og Lizette Salas deila síðan 9. sætinu á samtals 5 undir pari, hvor.
Heimsins besta, Stacy Lewis, sækir á er komin í 11. sæti (sem hún deilir ásamt 3 öðrum) á samtals 4 undir pari, 140 höggum aðeins 4 höggum á eftir Recari.
Meðal kylfinga, sem ekki komust í gegnum niðurskurð (sem miðaður var við samtals 3 yfir par) voru enska golfdrottningin Laura Davies (óvanalegt að sjá hana í næstneðsta sæti á 82 76) hin sænska Maria Hjorth, hin enska Karen Stupples og hin bandaríska Brittany Lincicome.
Til þess að sjá stöðuna þegar Kia Classic er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022