
LPGA: Recari efst þegar Kia Classic er hálfnað
Það er hin spænska Beatriz Recari, sem leiðir þegar Kia Classic er hálfnað á Aviara golfvellinum í Carlsbad, Kaliforníu.
Forysta Recari er naum, en hún er búin að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (69 67).
Í 2. sæti eru bleiki pardusinn, Paula Creamer og hin ástralska Carrie Webb, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 7 undir pari, 137 höggum.
Forystukona gærdagsins, heimakonan Jane Park er dottin niður í 4. sæti stigatöflunar eftir hring upp á 72 högg, en því sæti deilir hún með 4 öðrum, þ.á.m. Inbee Park og Cristie Kerr. Caroline Hedwall og Lizette Salas deila síðan 9. sætinu á samtals 5 undir pari, hvor.
Heimsins besta, Stacy Lewis, sækir á er komin í 11. sæti (sem hún deilir ásamt 3 öðrum) á samtals 4 undir pari, 140 höggum aðeins 4 höggum á eftir Recari.
Meðal kylfinga, sem ekki komust í gegnum niðurskurð (sem miðaður var við samtals 3 yfir par) voru enska golfdrottningin Laura Davies (óvanalegt að sjá hana í næstneðsta sæti á 82 76) hin sænska Maria Hjorth, hin enska Karen Stupples og hin bandaríska Brittany Lincicome.
Til þess að sjá stöðuna þegar Kia Classic er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open