Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2013 | 17:15

Evróputúrinn: Aphibarnrat enn í forystu í Malasíu

Í dag var 2. hringurinn á Maybank Malaysia Open leikinn, en mótið fer fram í Kuala Lumpur, Malasíu.

Efstur er sem fyrri daginn er Thaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat, en hann á þó eftir að spila 8 holur, en 2. hring var frestað til morgundagsins vegna myrkurs. Aphibarnrat er samtals búinn að spila á 10 undir pari.

Í 2. sæti, höggi á eftir Aphibarnrat eru Wu Ashun frá Kína og risamótsmeistarinn Charl Schwartzel, en báðir eru búnir að ljúka sínum hringjum og spila á samtals 9 undir pari ,hvor.

Í 4. sæti er Edoardo Molinari á samtals 8 undir pari og fimmta sætinu deila 5 kylfingar þ.á.m. Liang Wen-chong, kylfingurinn 13 ára frá Kína.

Cabrera Bello deilir 10. sætinu ásamt 9 öðrum og virðist farangursstuldurinn og erfið ferðin til Malasíu ekkert hafa áhrif á leik hans.

Luke Donald virðist heillum horfinn er sem stendur í 60. sæti og erfitt að sjá að þar fari 3. besti kylfingur heims.

Sjá má stöðuna á Maybank Malaysia Open eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: