Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2013 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Julia Davidsson (32. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 15-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Hér verða nú kynntar 6 stúlkur sem deildu 9. sætinu í Lalla Aicha Q-school 2013, en það voru: Charlotte EllisKate BurnettMaria SalinasJulia DavidssonAlexandra Vilatte og Bonita Bredenhann. Nú þegar hafa Bonita Bredenhann og  Alexandra Vilatte  verið kynntar og í kvöld er það Julia Davidsson.

Áður en kynning hefst er rétt að benda á skemmtilegt viðtal LET við Juliu Davidsson, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Hér fer síðan kynningin:

Fullt nafn: Julia Davidsson.

Ríkisfang: sænsk.

Fæðingardagur: 23. september 1990.

Fæðingarstaður: Jonköping, Svíþjóð.

Gerðist atvinnumaður 25. mars 2010.

Hæð: 1,60 m.

Hárlitur: Brúnn.

Augnlitur: Blár.

Byrjaði í golfi: 1. maí 1998.

Áhugamál: Að vera með vinum, á skíðum og að baka.

Háskóli: Scandinavian School of Golf, Halmstad, Sweden.

Áhugamannsferill: World Championship for University 2012, Liberec. Náði 7. sætinu í einstaklingskeppninni með skor upp á 8 undir pari.

Hápunktar ferils: Sigraði á 2 mótum á  Nordea Tour 2011. Annað mótanna var lokamót keppnistímabilsins.

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: T-9.