Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 15:00

Heimslistinn: Rose í 3. sæti

Tíðindi vikunnar eru auðvitað sú að Tiger er aftur orðinn nr. 1 á heimslistanum, á þar sætaskipti við Rory McIlroy.  Tiger er með 11.87 stig meðan Rory er með 11.29 þannig að munurinn á þeim er naumur og gæti Rory þess vegna náð sætinu aftur takist honum að sigra á The Masters risamótinu.

Önnur tíðindi eru þau að Englendingurinn Justin Rose er kominn í 3. sætið á heimslistanum og fellir þar með Luke Donald úr 3. efsta sætinu, en Donald er komin niður í 4. sætið. Rose varð í 2. sæti á Arnold Palmer Invitational, meðan Luke Donald komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð á Maybank Malaysia Open.  Brandt Snedeker fer niður úr 4. sætinu í 5. sæti heimslistans.

Þannig að í vikunni eru aldeilis sviptingar á toppi heimslistans.

Staðan í næstu 4 sætum er óbreytt: Louis Oosthuizen er í 6. sæti, Adam Scott í 7. sæti, Steve Stricker í 8. sæti og  Matt Kuchar í 9. sæti.

Í neðsta sæti topp-10 listans er síðan breyting: Keegan Bradley fer inn á topp-10 en Phil Mickelson, vinur hans dettur niður í 11. sætið. Þessi breyting hefir síðan áhrif á næstu 3 sæti þ.e.: Ian Poulter fer úr 11. sæti í 12. sæti; Lee Westwood úr 12. sætinu í 13. sætið; Bubba Watson úr 13. sætinu í 14. sætið.

Charl Schwartzel fer síðan upp úr 17. sætinu í 15. sætið, sem hefir áhrif á 2 næstu sæti fyrir neðan: þ.e. Graeme McDowell fer úr 15. sætinu í 16. sætið og Sergio Garcia fer úr 16. sætinu í 17. sætið.

Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: