Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 13:30

Rolex-heimslistinn: Recari í 26. sæti

Spænski kylfingurinn Beatriz Recari fer upp um heil 19 sæti á Rolex-heimslista kvenkylfinga, nú í vikunni.

Hún var í 45. sæti listans, en eftir glæstan sigur á Kia Classic nú um helgina er hækkar hún sig í 26. sætið á listanum!

Á topp-10 eru afar litlar breytingar.  Stacy Lewis er enn nr. 1 og Yani Tseng nr. 2; Na Yeon Choi nr. 3, Inbee Park nr. 4 og Shanshan Feng í 5. sæti.

Smábreyting er á 6. sætinu en Ai Miyazato hækkar sig um 1 sæti er komin í 6. sæti Rolex-heimslistans og Jiyai Shin fer að sama skapi niður um 1 sæti í það 7.

Í 8. sæti er „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, í því 9. So Yeon Ryu og í 10. er smábreyting en í það sæti er bleiki pardursinn búinn að smeygja sér, Paula Creamer, eftir góðan árangur heima í Kaliforníu á Kia Classic.

Til þess að sjá stöðuna á Rolex-heimslista kvenna SMELLIÐ HÉR: