Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2013 | 10:45

Lið Tiger -Albany- sigraði á Tavistock

Tiger Woods og liðsfélagar í Albany golfklúbbnum unnu í gær sinn fyrsta sigur á Tavistock Cup mótinu og stöðvuðu þar með sigurgöngu Lake Nona, sem sigrað hefir 4 undanfarin skipti.

Albany og Lake Nona voru efst og jöfn í gær á samtals 7 yfir pari og því þurfti að koma til tveggja keppenda betri bolta umspils.  Tiger og Ian Poulter kepptu af hálfu Albany gegn þeim Graeme McDowell og Henrik Steson af hálfu Lake Nona.

Poulter sökkti sigurpúttinu fyrir Albany. Þannig varð Team Albany World Golf and Country Club Champion aðeins í þriðja skiptið sem liðið tekur þátt í Tavistock Cup.

Isleworth og Primland deildu 3. sætinu; Oak Tree National varð í 5. sæti og Queenwood varð í 6. sæti.

Webb Simpson sem var í liði Primland hlaut verðlaun  (Payne Stewart Salver Award) fyrir lægsta skor 2 undir pari (70 högg) og í 2. sæti þar var Graeme McDowell í liði Lake Nona á 1 undir pari (71 höggi).

Þetta 10. Tavistock Cup mót var stytt í eins dags einstaklings höggleik eftir að miklar tafir urðu á Arnold Palmer Invitational á sunnudaginn, þar sem flestir þátttakendur í Tavistock Cup kepptu á.

Á næsta ári, 2014, fer Tavistock Cup fram á Lake Nona Golf & Country Club, þ.e. 10. og 11. mars það ár.

Til þess að sjá hápunkta frá Tavistock Cup 2013 SMELLIÐ HÉR: 

Komast má á heimsíðu Tavistock Cup með því að SMELLA HÉR: