Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2013 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont sigruðu í S-Karólínu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og „The Crusaders“, golflið Belmont Abbey tóku þátt í Bearcat Invitational mótinu í Greenwood, Suður-Karólínu, dagana 25.-26. mars s.l.  Mótinu lauk í gær.

Þátttakendur voru um 100 frá 18 háskólum.

Arnór Ingi og „The Crusaders“ sigruðu í liðakeppninni, með samtals 878 höggum, 4 höggum á undan því liði sem varð í 2. sæti USC Aiken!!! Þetta er glæsilegur árangur!!!

Skor Arnórs Inga taldi – liðsfélagi hans Adam Hedges varð í 1. sæti í einstaklingskeppninni, en Arnór Ingi var síðan á 2. besta skori The Crusaders og taldi skor hans því í sigri Belmont Abbey.

Í einstaklingskeppninni varð Arnór Ingi T-16, þ.e. deildi 16. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Arnór Ingi lék á 7 yfir pari, 223 höggum (73 77 73).

Til þess að sjá úrslitin í Bearcat Invitational mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Arnórs Inga og „The Crusaders“ er Conference Carolinas Championship, sem fram fer 20.-23. apríl n.k.