Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 20:20

Þórður Rafn á 6 yfir pari

Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilar 26.-28. mars á Red Sea Ain Sokhna Open, sem fram fer í Egyptalandi, en mótið er hluti af hinni þýsku Pro Golf Tour.  Þátttakendur eru 80.

Þórður Rafn lék fyrsta hringinn í dag á 6 yfir pari, 78 höggum.  Á hringnum fékk hann 2 fugla, 10 pör, 5 skolla og 1 skramba.

Þórður Rafn deilir sem stendur 70. sæti ásamt Wolfgang Rieder frá Austurríki.

Í efsta sæti eftir 1. dag mótsins eru Frakkarnir Antoine Schwartz og Romain Schneider, en þeir spiluðu báðir á 6 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Red Sea Ain Sokhna Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: