Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karsten Solheim, Elfur Logadóttir og Sonja Ingibjörg Einarsdóttir – 15. september 2021

Það eru þrír afmæliskylfingar í dag Karsten Solheim, Sonja Ingibjörg Einarsdóttir og Elfur Logadóttir Karsten Solheim var fæddur 15. september 1911 í Bergen, Noregi og hefði orðið 110 ára í dag. Hann lést 16. febrúar 2000. Karsten Solheim er upphafsmaður Solheim bikarsins, sem við hann er kenndur. Sá hlær eflaust í gröf sinni að bikarinn, sem við hann er kenndur, helst í Evrópu og sú sem tryggði að svo væri var samskandinavi Solheim, Mathilda Carstren frá Finnlandi. Sonja Ingibjörg Einarsdóttir er fædd 15. september 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebbok síðu Sonju Ingibjargar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jón Björgvin Stefánsson – 14. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Jón Björgvin Stefánsson. Jón Björgvin er fæddur 14. september 1951 og á því 70 ára afmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Jón Björgvin Stefánsson, GR (70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anna Vilhjálms, 14. september 1945 (76 árs); Jón Björgvin Stefánsson, GR, 14. september 1951 (70 ára MERKISAFMÆLI!!!), Þórhildur Sigtryggsdóttir, 14. september 1956 (65 ára);   Guðrún Ásgerður Jónsdóttir 14. september 1959 (62 ára); Arnar H. Ævarsson, 14. september 1964 (57 ára);  Hafdis Gudmunds, 14. september 1967 (54 ára); Gareth Maybin 14. september 1980 (41 árs); Will Claxton, 14. september 1981 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!), Danielle McVeigh, 14. september Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2021 | 09:00

Ryder Cup 2021: Hver er nýliðinn í liði Bandaríkjanna – Scottie Scheffler?

Steve Stricker nýtti sér reglur settar vegna Covid-19, sem kveða á um að fyrirliðar Ryder Cup megi í ár velja allt að 8 manns í liðið – Stricker valdi 6, þ.á.m. Scottie Scheffler, sem er að spila í sínu fyrsta Ryder Cup móti. Scheffler er líklegast sá kylfingur sem fæstir kannast við í liði Bandaríkjanna, sem státar í ár af svo stórum nöfnum golfheimsins. Hver er þessi Scottie Scheffler? Scottie Scheffler fæddist 21. júní 1996 í Ridgewood, New Jersey og er því aðeins 25 ára. Hann veit það líklegast ekki, en Scottie á sama afmælisdag og íslenska golfdrottningin Ragnhildur Sigurðardóttir, GR og aðrir frábærir kylfingar m.a. Matt Kuchar, William McGirt, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Hallgrímsson – 13. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Hallgrímsson. Þorsteinn er fæddur 13. september 1969 og er því 52 ára í dag. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur og þau eiga þau tvö börn: Kristínu Maríu og Val Þorstein. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Þorstein með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Steina til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þorsteinn Hallgrímsson (52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 (71 árs); Ívar Örn Arnarson, GK f. 13. september 1963 (58 ára); Bæjarblaðið Mosfellingur ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2021 | 09:00

EM kvennalandsliða 50+: Stelpurnar okkar lentu í 12. sæti

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 50 ára og eldri tók þátt á Evrópumótinu sem fram fór á Black Sea Rama golfsvæðinu í Búlgaríu. Um var að ræða liðakeppni þar sem að keppt var í höggleik fyrstu tvo keppnisdagana þar sem að fimm bestu skorin töldu. Alls tóku 13 þjóðir þátt. Að höggleikskeppninni lokinni tók við holukeppni þar sem að liðunum var skipt upp í riðla eftir árangri þeirra í höggleikskeppninni. Í holukeppninni var leikinn einn fjórmenningsleikur og fjórir tvímenningsleikir. Ísland lék í B-riðli í holukeppninni. Spánverjar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum en Ísland endaði í 12. sæti. Nánari upplýsingar um úrslit leikja eru hér fyrir neðan. Til þess að sjá lokastöðuna  SMELLIÐ HÉR.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2021 | 07:00

Ryder Cup 2021: Liðin klár – nú má keppnin byrja!

Ryder Cup mun fara fram í Whistling Straits í Wisconsin, Bandaríkjunum 26.-28. september n.k. Bæði liðin eru nú klár og eru eftirfarandi: Lið Bandaríkjanna: Steve Stricker Fyrirliði Phil Mickelson Varafyrirliði Fred Couples Varafyrirliði Collin Morikawa Komst sjálfkrafa í liðið Dustin Johnson Komst sjálfkrafa í liðið Bryson DeChambeau Komst sjálfkrafa í liðið Brooks Koepka Komst sjálfkrafa í liðið Justin Thomas Komst sjálfkrafa í liðið Patrick Cantlay Komst sjálfkrafa í liðið Daniel Berger Val fyrirliða (ens. Captain´s pick) Harris EnglishVal fyrirliða (ens. Captain´s pick) Tony Finau Val fyrirliða (ens. Captain´s pick) Xander Schauffele Val fyrirliða (ens. Captain´s pick) Scottie Scheffler Val fyrirliða (ens. Captain´s pick) Jordan Spieth Val fyrirliða (ens. Captain´s pick) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2021 | 20:00

Evróputúrinn: Horschel sigraði á BMW PGA meistaramótinu

Mót vikunnar á Evróputúrnum var BMW PGA Championship, sem að venju fór fram á Wenthworth, nú dagana 9.-12. september 2021. Sigurvegari mótsins var bandaríski kylfingurinn Billy Horschel. Sigurskor Horschel var samtals 19 undir pari, 269 högg (70 65 69 65). Billy Horschel er aðeins 2. Bandaríkjamaðurinn sem nær að sigra á þessu sögufræga móti. Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, urðu 3 kylfingar: Englendingurinn Laurie Canter, Jamie Donaldson frá Wales og Thaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið. Sjá má lokastöðuna á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór varð T-32 á Big Green Egg mótinu

Andri Þór Björnsson, atvinnukylfingur úr GR tók þátt í  Big Green Egg mótinu, sem var mót vikunnar á  Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fór fram í Wittelsbacher golfklúbbnum, í  Neuburg an der Donau, Þýskalandi, dagana 9.-12. september. Andri Þór varð T-32 á mótinu; lék á samtals 1 undir pari, 283 höggum (71 71 71 70). Sigurvegari mótsins var Angel Hidalgo frá Spáni, en sigurskorið var 12 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Big Green Egg mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaug María Óskarsdóttir – 12. september 2021

Það er Guðlaug María Óskarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðlaug María er fædd 12. september 1968 og á því 53 ára afmæli í dag!!!! Guðlaug María er í Golfklúbbi Akureyrar. Hún sigraði m.a. á Arctic Open 2012 og var líka sigurvegari í 1. flokki kvenna. Hún hefir oftar en 1 sinni verið fyrirliði kvensveita GA. Komast má á facebook síðu Guðlaugar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðlaug María Óskarsdóttir (53 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dúfa Ólafsdóttir, 12. september 1945 (76 ára); Charles Henry „Chip” Beck, 12. september 1956 (65 ára); Salthúsið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (37/2021)

Maður nokkur var á æfingasvæðinu að vinna í sveiflu sinni. Golfkennari á eftirlaunum sat þar hjá og byrjar að bjóða kylfingnum ráð. „Þú stendur of nálægt boltanum“. Maðurinn lagar stöðu sína, stillir sér upp aftur og tekur aðra sveiflu. Gamli golfkennarinn lítur til hans og endurtekur það sama: „Þú stendur of nálægt boltanum!“ Maðurinn stígur aðeins meira til baka og tekur aðra sveiflu. Þetta heldur svona áfram í 7 sveiflur þar sem gamli golfkennarinn endurtekur ráð sitt aftur og aftur. Að lokum öskrar svekktur kylfingurinn:„ Hvað í helvítis helvítinu meinarðu maður?“ Gamli golfkennarinn í uppgjafartón:„Þú stendur of nálægt boltanum EFTIR að þú hefur slegið hann“.