Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karsten Solheim, Elfur Logadóttir og Sonja Ingibjörg Einarsdóttir – 15. september 2021

Það eru þrír afmæliskylfingar í dag Karsten Solheim, Sonja Ingibjörg Einarsdóttir og Elfur Logadóttir

Karsten Solheim var fæddur 15. september 1911 í Bergen, Noregi og hefði orðið 110 ára í dag.

Karsten Solheim

Hann lést 16. febrúar 2000. Karsten Solheim er upphafsmaður Solheim bikarsins, sem við hann er kenndur. Sá hlær eflaust í gröf sinni að bikarinn, sem við hann er kenndur, helst í Evrópu og sú sem tryggði að svo væri var samskandinavi Solheim, Mathilda Carstren frá Finnlandi.

Sonja Ingibjörg Einarsdóttir er fædd 15. september 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebbok síðu Sonju Ingibjargar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið

Sonja Ingibjörg Einarsdóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!

Elfur Logadottir er fædd 15. september 1971 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebbok síðu Elfur hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið

Elfur Logadóttir

Elfur Logadóttir – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fulton Peter Allem 15. september 1957 (64 ára); Sonja Ingibjörg Einarsdóttir, 15. september 1961 (60 ára);Halldór Jón Jóhannesson; 15. september 1968 (53 ára); Elfur Logadóttir (50 ára); Kevin Sangwook Na (á kóreönsku: 나상욱 og hanja: 羅相昱), 15. september 1983 (38 ára); Shi Hyun Ahn (á kóreönsku: 안시현), 15. september 1984 (37 ára); ; Agöthu Christie Klúbburinn(31 árs) …. og ….

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is