Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2021 | 07:00

Ryder Cup 2021: Liðin klár – nú má keppnin byrja!

Ryder Cup mun fara fram í Whistling Straits í Wisconsin, Bandaríkjunum 26.-28. september n.k.

Bæði liðin eru nú klár og eru eftirfarandi:

Lið Bandaríkjanna:

Steve Stricker Fyrirliði
Phil Mickelson Varafyrirliði
Fred Couples Varafyrirliði
Collin Morikawa Komst sjálfkrafa í liðið
Dustin Johnson Komst sjálfkrafa í liðið
Bryson DeChambeau Komst sjálfkrafa í liðið
Brooks Koepka Komst sjálfkrafa í liðið
Justin Thomas Komst sjálfkrafa í liðið
Patrick Cantlay Komst sjálfkrafa í liðið
Daniel Berger Val fyrirliða (ens. Captain´s pick)
Harris EnglishVal fyrirliða (ens. Captain´s pick)
Tony Finau Val fyrirliða (ens. Captain´s pick)
Xander Schauffele Val fyrirliða (ens. Captain´s pick)
Scottie Scheffler Val fyrirliða (ens. Captain´s pick)
Jordan Spieth Val fyrirliða (ens. Captain´s pick)

Lið Evrópu:
Fjórir efstu kylfingar af evrópska stigalistanum:
Jon Rahm
Tommy Fleetwood
Tyrrell Hatton
Bernd Wiesberger
Fimm komast sjálfkrafa af heimslistanum:
Rory McIlroy
Viktor Hovland
Paul Casey
Matthew Fitzpatrick

Lee Westwood

Padraig Harrington stóð frammi fyrir þeirri martröð að verða að velja 3 af 4 klassakylfingum: Valið stóð milli Sergio Garcia, Shane Lowry, Ian Poulter, og Justin Rose.
Harrington skildi Justin Rose útundan, sem voru að mati Golf 1 mikil mistök. Vegna Covid-19 og því að Rydernum 2020 var frestað fram til ársins í ár, var reglum breytt svo að fyrirliði hefði getað valið allt að 8 í liðið. Steve Stricker nýtti sér þá reglu mun betur valdi 6, meðan Harrington valdi aðeins 3.  En val Harrington byggðist líklega á eftirfarandi: Poulter er einfaldlega Cult – og algjört „must“ að mati sumra að hafa í liðinu „hann er hjarta og sál liðsins“ , spurning samt hvort ekki er verið að smyrja of þunnt á með honum NÚNA; Poulter hefir ekkert gengið sérlega vel að undanförnu- Harrington gat einfaldlega ekki gengið framhjá Garcia – þeir hafa eldað saman grátt silfur og hefði verið enn meira hneyklsi en að skilja Rose út undan en allt aðra sögu er að segja af Shane Lowry …. ja, fyrir utan að vera góður vinur Harrington valdi Harrington hann líklega bara af því að hann er Íri – tekur Írann fram yfir Bretann, Justin Rose. Ótrúlega ósanngjarnt.  Sjá má nokkur fleiri rök hvers vegna það að Rose sé ekki í liðinu er rangt með því að SMELLA HÉR:

Þetta er að mati Golf 1 EKKI besta evrópska liðið og það byrjar bara á því að það vantar rósina.  Það vantar líka uppstokkun í liðið og að gefa raunverulegum nýliðum tækifæri, í móti sem tapast líklegast hvort eð er. Golf 1 hefði t.a.m viljað að fyrirliði veldi Guido Migliozzi í liðið, en Ítalinn er búinn að sigra tvívegis nú í ár á Evróputúrnum (Kenya Open og Belgian Knock Out). A.m.k. Rose og Migliozzi í stað Lowry og Poulter.

Fyrirliði: Pádraig Harrington

Varafyrirliðar: Martin Kaymer, Graeme McDowell, Luke Donald og Robert Karlsson.

Fyrirfram verður að telja lið Bandaríkja sigurstranglegra – Rök: Það er á heimavelli og svo eru bara þekktari nöfn í liði Bandaríkjanna. Bandaríkin töpuðu kannski Solheim Cup á heimavelli, en þeir ætla svo sannarlega ekki að tapa tvívegis í stórkeppnum á sama ári.