Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2021 | 20:00

Evróputúrinn: Horschel sigraði á BMW PGA meistaramótinu

Mót vikunnar á Evróputúrnum var BMW PGA Championship, sem að venju fór fram á Wenthworth, nú dagana 9.-12. september 2021.

Sigurvegari mótsins var bandaríski kylfingurinn Billy Horschel.

Sigurskor Horschel var samtals 19 undir pari, 269 högg (70 65 69 65).

Billy Horschel er aðeins 2. Bandaríkjamaðurinn sem nær að sigra á þessu sögufræga móti.

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, urðu 3 kylfingar: Englendingurinn Laurie Canter, Jamie Donaldson frá Wales og Thaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið.

Sjá má lokastöðuna á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR: