Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (37/2021)

Maður nokkur var á æfingasvæðinu að vinna í sveiflu sinni.

Golfkennari á eftirlaunum sat þar hjá og byrjar að bjóða kylfingnum ráð.

„Þú stendur of nálægt boltanum“.

Maðurinn lagar stöðu sína, stillir sér upp aftur og tekur aðra sveiflu.

Gamli golfkennarinn lítur til hans og endurtekur það sama:

Þú stendur of nálægt boltanum!“

Maðurinn stígur aðeins meira til baka og tekur aðra sveiflu.

Þetta heldur svona áfram í 7 sveiflur þar sem gamli golfkennarinn endurtekur ráð sitt aftur og aftur.

Að lokum öskrar svekktur kylfingurinn:„ Hvað í helvítis helvítinu meinarðu maður?

Gamli golfkennarinn í uppgjafartón:„Þú stendur of nálægt boltanum EFTIR að þú hefur slegið hann“.