Andri Þór Björnsson, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór varð T-32 á Big Green Egg mótinu

Andri Þór Björnsson, atvinnukylfingur úr GR tók þátt í  Big Green Egg mótinu, sem var mót vikunnar á  Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fór fram í Wittelsbacher golfklúbbnum, í  Neuburg an der Donau, Þýskalandi, dagana 9.-12. september.

Andri Þór varð T-32 á mótinu; lék á samtals 1 undir pari, 283 höggum (71 71 71 70).

Sigurvegari mótsins var Angel Hidalgo frá Spáni, en sigurskorið var 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Big Green Egg mótinu með því að SMELLA HÉR: