LET: Guðrún Brá lauk keppni á Swiss Ladies Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK tók þátt í Swiss Ladies Open, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET). Guðrún Brá lauk keppni í 47. sæti, sem hún deildi með 6 öðrum kylfingum. Hún lék keppnishringina 3 á sléttu pari, 216 höggum (70 74 72). Sigurvegari mótsins var thaílenska stúlkan Atthaya Thitikul, sem lék á samtals 16 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Swiss Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hank Kuehne ——– 11. september 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Henry August „Hank“ Kuehne. Kuehne fæddist í Dallas, Texas, 11. september 1975 og á því 46 ára afmæli í dag. Hann var í bandaríska háskólagolfinu í Oklahoma State, líkt og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO. Systkini Hank eru líka kylfingar; systir hans Kelli spilaði á LPGA og bróðir hans Trip varð í 2. sæti á eftir Tiger í US Amateur og hefir alltaf verið áhugamaður. Hank er 1,88 m og 93 kg. Hank varð stigameistari á kanadíska PGA 2002. Hann spilaði síðar á PGA og er besti árangur hans þar tveir T-2 árangrar þ.e. á Shell Houston Open 2003 og John Deere Classic 2005. Besti árangur hans í risamóti Lesa meira
Hlynur Þór Haraldsson látinn
Hlynur Þór Haraldsson, PGA golfkennari, lést á heimili sínu í Hafnarfirði 2. september 2021. Hann fæddist í Colombo, Srí Lanka, 31. ágúst 1985 og var því aðeins 36 ára þegar hann lést. Hlynur Þór byrjaði ungur í golfi og æfði hjá GKG og þótti með högglengri kylfingum landsins. Hann gerði golfkennsluna að ævistarfi og útskrifaðist sem PGA kennari frá norska golfkennaraskólanum. Í Noregi starfaði hann m.a. sem yfirþjálfari hjá Stickstad golfklúbbnum í Noregi. Árið 2010 starfaði Hlynur Þór í þjálfarateymi GKG. Hann kenndi líka í GO og víðsvegar um landið m.a. hjá GSS, sumarið 2014, þaðan sem margir eiga góðar minningar um Hlyn. Styrktarmót fór fram 21. ágúst til styrktar Lesa meira
Solheim Cup 2021: Hver er nýliðinn Yealimi Noh í liði Bandaríkjanna?
Yealimi Noh var nýliði í liði Bandaríkjanna í nýafstaðinni Solheim Cup keppni og var í 3. sæti yfir þær sem stóðu sig best í bandaríska liðinu þ.e. á eftir þeim Lizette Salas og Jennifer Kupcho. Noh sigraði í tveimur viðureignum sínum og tapaði 1 í þeim 3 leikjum, sem hún fékk að spila í, sem er ágætis árangur nýliða. Yealimi Noh fæddist 26. júlí 2001 og er því nýorðin 20 ára. Hún er með tvöfalt ríkisfang þ.e. er bæði bandarísk og kóreönsk. Yealimi kláraði menntaskólann í fjarnámi og fór ekki í háskóla til þess að geta einbeitt sér betur að golfinu. Hún vakti athygli á sér eftir að hún sigraði Lesa meira
Evróputúrinn: Aphibarnrat leiðir í hálfleik BMW PGA Championship
Það er thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat, sem leiðir í hálfleik á BMW PGA Championship, flaggskipsmóti Evróputúrsins, sem fram fer dagana 9.-12. september 2021. Mótsstaður er Wentworth golfklúbburinn, í Virginia Water, Surrey, Englandi. Aphibarnrat er búinn að spila á samtals 12 undir pari 132 höggum (64 68). Tveir kylfingar deila 2. sætinu þeir Francesco Laporta frá Ítalíu og heimamaðurinn Laurie Canter, báðir 1 höggi á eftir Aphibarnrat. Sjá má stöðuna á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR:
Solheim Cup 2021: Hver er kylfingurinn sem stóð sig best í bandaríska liðinu – Lizette Salas?
Í nýafstaðinni Solheim Cup keppni, 17. slag Evrópu og Bandaríkjanna, sem lauk s.s. allir vita með sigri liðs Evrópu, þar var það mexíkósk/bandaríski kylfingurinn Lizette Salas sem stóð sig best í 12 manna liði Bandaríkjanna -Sjá grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: En hver er kylfingurinn Lizette Salas? Lizette er fædd 17. júlí 1989 og er því 32 ára. Hún er frá Azusa og er sú fyrsta í sinni fjölskyldu til að ljúka háskólanámi. Hún lærði í USC (University of Southern California) á golfskólastyrk og veitti öðrum svo mikinn innblástur að hún fékk að halda ræðuna við útskrift úr íþróttadeild USC. Þar sagði hún m.a.: „Þaðan Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnold Palmer —— 10. september 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Arnold Palmer. Palmer var fæddur 10. september 1929 en þessi golfgoðsögn hefði átt 92 ársa afmæli í dag!!!! Palmer lék í bandaríska háskólagolfinu í sama háskóla og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, þ.e. Wake Forest. Hann sigraði 95 sinnum á ferli sínum, þar af 62 sinnum á PGA Tour og þar af 7 sinnum á risamótum. Eina risamótið sem Palmer tókst aldrei að sigra á var PGA Championship. Af mörgum heiðursviðurkenningum sem Arnie, eins og hann er oftast kallaður, hlaut á ferli sínum mætti geta PGA Tour Lifetime Achievement Award árið 1998 (þ.e. viðurkenningu PGA Tour fyrir ævistarf) og 1974 (fyrir 45 árum síðan) hlaut Arnie inngöngu í Lesa meira
DJ og Paulina í bátspartýi
PGA Tour kylfingurinn Dustin Johnson og sambýliskona Hans og barnsmóðir, módelið Paulina Gretzky búa í Palm Beach, Fla. ásamt sonum sínum, Tatum 6 ára og River, 4 ára. Í gærkvöld héldu þau bátsveislu þar sem m.a. voru Austin bróðir Dustin ásamt eiginkonu sinni Samantha og fjölmörgum vinum hjónaleysanna. Í vídeómyndskeiðum frá partýinu sést Paulina m.a. skála í kampavíni við nokkrar vinkonur sínar . Paulina var í grænu bikini með kúrekahatt en DJ í ljósbláum stuttbuxum og hvítum bol. Hvað klæðaburð þeirra snertir þá hafa meiri spekúlasjónir verið í kringum brúðkaup þeirra, en þau hafa verið þögul um smáatriði væntalegs þess. Þó er vitað að Paulina mun klæðast brúðarkjól frá Veru Wang Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir – 9. september 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir. Sigurveig Helga er fædd 9. september 1951 og fagnar því 70 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Sigurveigar Helgu til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigrun Helga Didriksdottir, 9. september 1958 (62 ára); Hugh Grant, 9. september 1960 (61 árs); Grímur Þórisson, GÓ, 9. september 1965 (56 ára);Þórunn Sif Friðriksdóttir, GE 9. september 1971 (49 ára); Signý Arnórsdóttir, GK, 9. september Rós Magnúsdóttir; Fata Síða; Golf Master …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Solheim Cup 2021: Lefty hæðist að bandarískum áhangendum eftir sigur liðs Evrópu
Mikla umfjöllun eftir Solheim Cup 2021 hefir sú staðreynd hlotið að lið Evrópu sigraði á útivelli, þrátt fyrir lítinn stuðning evrópskra áhangenda, því þeir fengu ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Vegna Covid-19 er erfitt að ferðast til Bandaríkjanna og því voru fáir stuðningsmenn á Inverness að styðja lið Evrópu. Líklega verður svipað á Rydernum. Margir evrópskir golfáhangendur, sem og pressan í Evrópu hefir verið gagnrýnin á hegðun bandarískra áhangenda keppnisdagana þrjá á Solheim Cup Margir bandarísku áhangendanna voru þögulir þegar liðsmaður liðs Evrópu átti gott högg eða setti niður frábært pútt, sem er ekki í anda heiðursmanna. Eða voru háværir og þá ekki til stuðnings liði Evrópu heldur liðs Bandaríkjanna, Lesa meira










