Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2021 | 09:00

EM kvennalandsliða 50+: Stelpurnar okkar lentu í 12. sæti

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 50 ára og eldri tók þátt á Evrópumótinu sem fram fór á Black Sea Rama golfsvæðinu í Búlgaríu. Um var að ræða liðakeppni þar sem að keppt var í höggleik fyrstu tvo keppnisdagana þar sem að fimm bestu skorin töldu. Alls tóku 13 þjóðir þátt.

Að höggleikskeppninni lokinni tók við holukeppni þar sem að liðunum var skipt upp í riðla eftir árangri þeirra í höggleikskeppninni. Í holukeppninni var leikinn einn fjórmenningsleikur og fjórir tvímenningsleikir. Ísland lék í B-riðli í holukeppninni.

Spánverjar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum en Ísland endaði í 12. sæti.

Nánari upplýsingar um úrslit leikja eru hér fyrir neðan.

Til þess að sjá lokastöðuna  SMELLIÐ HÉR.