Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2013 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór á 2. besta skori Nicholls eftir 1. dag ASU mótsins

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State tekur þátt í ASU Red Wolves Intercollegiate, en mótið fer fram í Ridgepoint, Arkansas, dagana 1.-2. apríl 2013.  Þátttakendur í mótinu eru 112 frá 20 háskólum.

Í gær voru spilaðir 2 hringir og var Andri Þór á samtals 9 yfir pari, 151 höggi (74 77).  Hann er á 2. besta skori Nicholls State, sem gengur fremur dapurlega í liðakeppninni deilir 17. sætinu eftir 1. dag.

Í einstaklingskeppninni er Andri Þór ofarlega fyrir miðju á skortöflunni eða í 52. sæti.

Lokahringurinn verður spilaður í kvöld.

Til þess að fylgjast með gengi Andra Þórs og stöðunni á ASU Red Wolves Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: