Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2013 | 09:00

Yin 14 ára tekur þátt í Kraft Nabisco!

Eftir að hafa spilað og fylgst með Angel Yin spila 18 holur átti LPGA goðsögnin Donna Caponi, ekki til orð (sjá umfjöllun Golf 1 um Donnu með því að SMELLA HÉR:)

„Hún er frábær“ sagði Caponi, og hristi höfuðið í vantrú.

Hin 14 ára Yin var á 5 undir pari, 67 höggum (7 fuglar, 2 skollar)  á Mission Hills Palmer golfvellinum og vann sér þar með inn þátttökurétt á Kraft Nabisco risamótið, sem er mót vikunnar á LPGA og hefst á morgun. Þátttökuréttinn hlaut hún  í gegnum Southern California Junior Golf Association Legacy Junior Challenge, þar sem 30 unglingar kepptu um sæti í risamótinu. Þátttakendunum 30 var skipt niður í 10, 3-manna holl og var 4. maður hollsins fyrrum LPGA leikmaður. Yin var í holli með Donnu Caponi. Yin átti stóran þátt í sigri Team Caponi  og fékk Caponi 1. verðlaun $ 10.000, (u.þ.b. 1,26 milljónir íslenskra króna) sem hún mátti ráðstafa að eigin vild til góðgerðarsamtaka og naut Susan G Komen foundation (sem berst gegn brjóstakrabbameini) góðs af.

Yin hins vegar var á 5 undir pari, 67 höggum á lokahringnum og vann sér inn þátttökurétt á Kraft Nabisco risamótinu.  Caponi fjórfaldur risamótsmeistari varði deginum að lesa flatirnar fyrir hollið sitt og fara með þeim um völlinn. Hún fékk þær til þess að einbeitta sér að vandræðunum og síðan að forðast að lenda í þeim. Yin lærði mest af Caponi í pitch-höggum, svokölluðum „bump- and run shots.“  (Því miður er Golf1 ekki með myndskeið af kennslustundinni sem Caponi veitti Yin en hér má sjá ágætis Doug Weaver myndskeið þar sem hann útskýrir hvað átt er við með bump-and run SMELLIÐ HÉR: 

„Ég held þær hafi lært mikið,“ sagði Caponi og þ.á.m. lífslexíur.

Yin er hins vegar ekki að taka þátt í risamóti í fyrsta sinn. Hún lék á US Women´s Open á Blackwolf Run golfvellinum í Kohler, Wisconsin í fyrra, þar sem hún, 13 ára, átti hringi upp á 78-87 og rétt missti af niðurskurði. Hún vakti athygli með gífurlegri lengd af teig; um 270 yarda (247 metra)… og það sem meira er stöðugleika sínum í drævunum.  Allt mótið má segja að hafi farið í reynslubankann hjá Yin.

„Ég lærði að maður verður að vera rólegur – vegna þess að þegar ég var á 1. teig á (the Women´s Open) var ég reglulega stressuð – síðan verður maður bara að spila öruggt og ekki reyna við allt stöðugt,“ sagði Yin. „Spila klókt!“

Fólk sem gapti af undrun yfir lengd Yin af teig mun varla getað lokað munninum nú … því nú hefir hún bætt 10 yördum (9.1 metra) við fyrri risalengd sína í drævunum. (Meðallengd dræva Yin af teig eru því 256 metrar)!!!

Það verður gaman að fylgjast með Angel Yin á Kraft Nabisco!!!

Heimild: Golfweek