Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2013 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk leik í 3. sæti á Bancorp mótinu!!!

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í kvöld leik á Bancorp South Reunion Intercollegiate í Madison, Mississippi. Spilað var í Reunion Golf Country Club og stóð mótið dagana 1.-2. apríl.

Axel lék á samtals  7 undir pari, 209 höggum (69 70 70) og var á 1.-2. besta skori Mississippi State !!! Skor Axels taldi því í glæsiárangri Mississippi State, sem varð í 1. sæti í liðakeppninni!!! Axel hafnaði í  3. sæti í einstaklingskeppninni!!!

Næsta mót Axels og golfliðs Mississippi State er Old Waverly Collegiate, sem fram fer 8.-9. apríl n.k. í Old Waverly golfklúbbnum en völlur klúbbsins á West Point er uppáhaldsgolfvöllur Axels, sbr. viðtal Golf1 við hann sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin á Bancorp South Reunion Intercollegiate  SMELLIÐ HÉR: