Valdís Þóra slær upphafshöggið á Íslandsmótinu í höggleik 2012. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2013 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State í 2. sæti

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State hófu í gær leik í Challenge mótinu í Onion Creek, í Austin, Texas. Mótið fer fram dagana 1.-2. apríl 2013.

Þátttakendur eru 68 frá 13 háskólum.

Eftir 1. dag og tvo leikna hringi er Texas State í 2. sæti í liðakeppninni. Valdís Þóra er í 34. sæti og því miður á 5. besta skori liðs síns og telur það ekki sem stendur. Valdís Þóra átti hringi upp á samtals 11 yfir pari, 151 högg (77 74) og var fyrri hringurinn sérlega slakur, en þar fékk hún m.a. 3 skramba í röð, sem er óvanalegt hjá Valdísi Þóru.  Engu að síður er hún fyrir miðju skortöflunnar deilir 34. sætinu eins og bætti sig um 3 högg milli hringja!

Lokahringurinn verður spilaður í kvöld og er vonandi að Valdísi Þóru vegni betur!!!

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru og Texas State og stöðunni í Challenge mótinu, í Onion Creek með því að SMELLA HÉR: