Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2013 | 10:00

Ryder lögreglubíll Rory á $3.050

Flestir muna eftir því þegar nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy mætti of seint í Ryder bikars mótið í Medinah, Chicago í fyrra, 2012 og Evrópumenn urðu næstum því af sigri vegna seinagangs hans….

Rory McIlroy og klukkan sem honum var gefin - Mynd: WUP

Rory McIlroy og klukkan sem honum var gefin – Mynd: WUP

Það sem var Rory (og liði Evrópu) til bjargar var lögreglubíll, sem honum var keyrt í undir fullum bláljósum og á ólöglegum hraða… beint á golfvöllinn.

Nú er þessi sami lögreglubíll á uppboði á eBay.

Þið hafið enn 4 daga til þess að festa kaup á þessum sögulega bíl, en kaupvirðið er sem stendur í $3050 (u.þ.b. 400.000,- íslenskra króna).

Rory og lögreglumaðurinn, sem keyrði honum á golfvöllinn í Medinah

Rory og lögreglumaðurinn, sem keyrði honum á golfvöllinn í Medinah

Er e.t.v. einhver hér á landi sem hefði áhuga… ef ekki þá í fyrsta, annað og þriðja …. bíllinn er sleginn …… eftir 4 daga!