Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2013 | 14:45

Nýju strákarnir á PGA 2013: Jin Park – (18. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1.

Nú er komið að 3 strákum sem deildu 7. sætinu: Erik Compton, Brad Fritsch og Jin Park.  Við byrjum á Park

Jin Park fæddist 12. október 1979 í Seúl, Suður-Kóreu og er því 33 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Arizona State, þaðan sem hann útskrifaðist 2001 með gráðu í stjórnmálafræði.

Hann er jafn öðrum í 14. sæti af PGA Tour kylfingum sem þykja bestir í aðhöggum af 60-90 metra færi.

Besti árangur hans í ár á PGA Tour í ár, 2013 er 31. sætið á Shell Houston Open.

Aðrar staðreyndir um Park:

Honum sjálfum þykir besti árangur sinn vera þegar hann komst fyrst á PGA Tour, árið 2008.

Jin Park ferðast aldrei án símans síns.

Uppáhaldsíþróttalið hans eru Los Angeles Dodgers og Los Angeles Lakers.

Kóreanskur matur er í uppáhaldi hjá honum sem og það að horfa á Tiger Woods spila golf.

Uppáhaldsfrístaður hans er Queenstown á Nýja-Sjálandi.

Það eru ekki margir sem vita að hann nýtur að reykja vindla.