Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2013 | 20:00

Viðtalið: Rafn Stefán Rafnsson, GO

Viðtalið í kvöld er við klúbbmeistara Golfklúbbsins Odds 2012. Hér fer viðtalið:

Fullt nafn: Rafn Stefán Rafnsson.

Rafn Stefán. Mynd: Í eigu Rafns Stefáns

Rafn Stefán. Mynd: Í eigu Rafns Stefáns

Klúbbur: GB/GO.

Hvar og hvenær fæddistu? Reykjavík um miðja síðustu öld! (1978).

Hvar ertu alinn upp? Í Reykjavík með sumardvölum hjá frænda og frænku austur í Breiðdal.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Unnusta og tvær dætur, ég sé að mestu um golfiðkun heimilisins eins og er. Annars spilar stór hluti annarra fjölskyldumeðlima golf.

Andrea Ásgrímsdóttir og Rafn Stefán Rafnsson, klúbbmeistarar GO, 2012. Mynd: Helga Björnsdóttir

Andrea Ásgrímsdóttir og Rafn Stefán Rafnsson, klúbbmeistarar GO, 2012. Mynd: Helga Björnsdóttir

Hvenær byrjaðir þú í golfi? Um 14-15 ára byrjaði ég að dútla með föður og bróður, en í raun ekkert að ráði fyrr en uppúr 25 ára aldri.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Við bræður og pabbi vorum plataðir í þetta af föðurbróður og syni hans, engin leið að hætta eftir það!

Hvað starfar þú / Ertu í námi ef svo er hvaða? Ég starfa í Erninum Golfverslun og hef gert síðan 2004

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli, stutt og beint!

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni, spennustigið mun hærra yfirleitt.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Urriðavöllur og Korpa.

Par-3 13. brautin á Urriðavelli, öðrum uppáhaldsgolfvalla Rafns á Íslandi

Par-3 13. brautin á Urriðavelli, öðrum uppáhaldsgolfvalla Rafns Stefáns á Íslandi. Mynd: Golf1.is

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Bro Hof Slott og Bärseback GC (í Svíþjóð.)

 

Bro Hof Slott - annar uppáhaldsgolfvalla Rafn Stefáns erlendis

Bro Hof Slott – annar uppáhaldsgolfvalla Rafn Stefáns erlendis

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Brautarholt, Vestmannaeyjar og Kiðjaberg. Mér finnst vellir erlendis ekki komast nálægt þessum perlum í náttúrufegurð og landslagi. ( Á reyndar eftir að spila þá ansi marga erlendis).

Kiðjabergið. Mynd: Golf 1.

Kiðjabergið. Einn af þeim völlum sem Rafni Stefáni finnst sérstakur! Mynd: Golf 1.

Hvað ertu með í forgjöf? 1,5.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 68 skv. Golf.is (Korpa og Vestmannaeyjar).

Hvert er lengsta drævið þitt? Ekki hugmynd! Sennilega ekkert agalega langt samt…

Hvert er helsta afrek þitt til dagsins í dag í golfinu? Að vinna Pétur Óskar Sigurðsson með 21 höggi haustið 2012 verður að standa uppúr!

Hefir þú farið holu í höggi? Nei.

Hvaða nesti ertu með í pokanum? Vatn/Djús , Bananar og það sem ég gríp í skálanum.

Rafn Stefán Rafnsson, GO

Rafn Stefán Rafnsson, GO. Mynd: gsimyndir.net

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Spilaði körfubolta með KR frá yngri flokkum upp í meistaraflokk. Svo er ég yfirleitt fús til að taka þátt í öllu sem snertir boltaíþróttir.

Hver er uppáhaldsmatur, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn er gott nautakjöt; uppáhaldsdrykkurinn er vatn; uppáhaldstónlist: það er oft margt til að nefna; uppáhaldskvikmyndin er „O brother where art thou?“ (Klárlega vanmetið meistaraverk) og loks er uppáhaldsbókin: Hobbitinn eftir J.R.R Tolkien.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk.: Nathalie Gulbis og kk.: SEVE.

Hvert er draumahollið? Ég…. og  Seve, Sergio og Bill Murray.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Fullt af Taylor Made kylfum, boltar, merkipenni, flatargaffall og fjarlægðarmælirinn. Uppáhaldskylfan er klárlega 56° sandjárnið mitt.

Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, voða götótt samt þannig að ég get ekki kennt þeim um slæmu dagana. Hef núna undanfarið verið hjá Phill Hunter og Magnúsi Birgissyni.

Rafn Stefán Rafnsson, GO. Mynd: Í einkaeigu

Rafn Stefán Rafnsson, GO. Mynd: Í einkaeigu

Ertu hjátrúarfullur? Ekki þannig að ég taki mikið eftir því, en alltaf eihverjar rútínur sem má helst ekki breyta.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?
Golfið: Vinna Pétur Óskar.. Alltaf!
Lífið: Vera börnunum mínum og nánustu allt sem ég get verið.

Hvað finnst þér best við golfið? Nýjar áskoranir í hvert skipti, sem þú tíar upp.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 90%, X-factorinn er svo hvernig skrokkurinn vaknar þann daginn.

Að lokum: Ertu með gott ráð, sem þú getur gefið kylfingum? Hittið brautir og flatir og púttið, sem sjaldnast, þá ætti skorið að verða ágætt!