Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2013 | 09:10

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk leik á besta skori Nicholls!

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State luku leik á þriðjudaginn á ASU Red Wolves Intercollegiate, en mótið fór fram í Ridgepoint, Arkansas, dagana 1.-2. apríl 2013.  Þátttakendur í mótinu voru 112 frá 20 háskólum.

Í einstaklingskeppninni lék Andri Þór á samtals 10 yfir pari, 223 höggum (74 77 72).  Hann hækkaði sig úr 52. sætinu sem hann var í eftir fyrri daginn í 31. sætið eða um heil 13 sæti og var með besta skorið af liði Nicholls State á ASU mótinu.

Golflið Nicholls State lauk leik í 16. sæti og fór líka upp um 1 sæti á stigatöflunni var í 17. sæti eftir fyrri daginn.

Hér má sjá umfjöllun á heimasíðu Nicholls State um gengi liðsins SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót herforingjanna (golfliðs Nicholls State) er Wallace Jones Invitational sem fram fer í Southern Pines golfklúbbnum í Calhoun í Louisiana, dagana 8.-9. apríl n.k.

Til þess að sjá úrslitin á ASU Red Wolves Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: