Golfgoðsagnirnar 3 slógu 1. höggin á Masters – Staðan á Masters
Golfgoðsagnirnar 3 „The Big Three“ eins og þeir eru kallaðir: Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Gary Player slógu fyrstu höggin á 77. Masters mótinu, sem hófst í morgun á Augusta National. Nicklaus sem er yngstur átti lengsta höggið, Player átti ágætis 230 metra högg og Palmer sem er orðinn 83 ára sló 45 metrum styttra en Palmer. Skotinn Sandy Lyle tók síðan fyrsta opinbera höggið, en 25 ár eru síðan að hann vann Masters. Búið er að vökva völlinn og hann að venju afar fagur á þessum árstíma; enda heita brautirnar í höfuðið á blómunum, sem prýða þær. Fylgjast má með gengi stórstjarnanna á Masters 2013 með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2013: Ross Fisher – (25. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA, sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012 í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt þ.e. þátttökurétt á PGA Tour, 2013 Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 4.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 2 strákum sem deildu 2. sætinu: Ross Fisher og Steve LeBrun Byrjað var á Steve og nú er komið að Ross: Lesa meira
Tvær kjarnorkukonur
Í gær þegar Caroline Wozniacki var kylfuberi fyrir kæresta sinn Rory McIlroy hitti hún aðra af tveimur konum, sem fyrstar allra hafa hlotið inngöngu í þennan últra-íhaldsama einkagolfklúbb, sem Augusta National er. Fram til ársins 2012 bannaði Augusta National nefnilega konum að gerast félagar í klúbbnum, en eftir mikla gagnrýni sem klúbburinn hlaut var tveimur konum veitt félagsaðild…. að því er margir telja…. svona til málamynda. Sú sem Caro hitti var Condoleezza Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var að fylgjast með par-3 mótinu. Hin konan sem hlotið hefir inngöngu í Augusta National er billjónamæringurinn Darla Moore. Condi eins og Condoleezza er oft kölluð er ekki eins rík og Darla (hrein eign Lesa meira
Kylfuberinn gaf eiginhandaráritanir
Caroline Wozniacki er örugglega fyrsti kylfuberinn í sögu Masters til þess að gefa eiginhandaráritanir….. þ.e.a.s. í jafnmiklum mæli og gerðist í gær. Caroline Wozniacki stóð fyllilega undir uppnefni sínu: „Little Miss Sunshine’ og US Masters hreinlega lýstist upp þegar hún birtist til þess að kaddýast fyrir kæresta sinnn, Rory McIlroy í hinu venjubundna par-3 móti. Þau mættu ásamt Graeme McDowell og kærestu hans Kristin Stape, sem einnig var í hvítum hefðbundnum kaddýsamfestingi og sagt var að Caroline hefði þegar skrifað sig í golfsögubækur Augusta National, þar sem allt eins vinsælt var að fá eiginhandaráritun hjá henni og hjá öllum stjörnukylfingunum, sem voru á staðnum. Þegar Rory gaf áhangendum sínum eiginhandaráritanir Lesa meira
Bestu höggin á Masters (5. af 5.)
The Masters (aðalmótið) hófst í dag. Hér verður því snarlega lokið við upprifjun á einhverjum fallegust höggum í sögu mótsins. Eitt er það högg sem ávallt mun standa upp úr en það er vipp Larry Mize á the Masters 1987. Höggið varð til þess að Greg Norman varð af enn einum sigrinum á Masters. Sjá má undravipp Mize með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og því 17 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og er jafnvel talað um hann sem framtíðar landsliðs-markvörð okkar í handbolta. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní 2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Lesa meira
Alan Dunbar á Masters
Meðal áhugamannanna 6 sem taka þátt á the Masters er sigurvegari British Amateur Open, Alan Dunbar. Það er næsta öruggt að hann muni gerast atvinnumaður nú á næstnni og verður Ballantine´s Championship í Suður-Kóreu fyrsta mótið sem hann spilar í sem atvinnumaður. Honum hefir þegar verið boðið að taka þátt í Volvo China Open og hann hefir þegið boð golfgoðsagnarinnar Jack Nicklaus um að spila í Memorial móti hans, sem hefst 30. maí n.k. Aðspurður um hvert markmiðið væri á Masters sagði Dunbar: „Bara að spila vel.“ Dunbar mætti snemma á Augusta National á sunnudaginn og keyrði viljandi hægt niður Magnolia Lane. „Ég kom hingað á sunnudaginn og keyrði viljandi Lesa meira
5 kylfingar sem unnu óvænt á Masters
Allir búast við að Tiger Woods sigri á Masters mótinu, sem hefst í dag. Einu vandræðin við allar svona spár er að þær standast ekki alltaf, því stundum eru það þeir sem enginn á von á að vinni, sem stendur uppi sem sigurvegari. Það þættu heldur betur fréttir til næsta bæjar ef Alan Weaver, Steven Fox eða hinn 14 ára kínverski strákur Guan Tianlang stæðu uppi sem sigurvegarar á mótinu í ár. Hér verða rifjuð upp 5 tilvik um óvænta sigurveagara á Masters: 5. Art Wall Á árunum 1958-1966 voru Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Gary Palmer allsráðandi og sigruðu milli sín á öllum Masters mótum þessara ára nema 1… Lesa meira
Evróputúrinn: Siem kylfingur marsmánaðar
Marcel Siem var valinn kylfingur mars mánaðar á Evróputúrnum. Aðeins 0.03 stigum munaði að hann kæmist á the Masters eftir glæstan sigur á Trophée Hassan II í Marokkó fyrir 2 vikum og næði 50. sætinu á heimslistanum. Með útnefningunni hlýtur Siem tækifæri á að verða valinn sem kylfingur ársins í loks árs, en þá heiðursnafnbót hlaut Rory McIlroy á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem hinn 32 ára kylfingur frá Mettmann í Þýskalandi (Siem) hlýtur útnefninguna um kylfing mánaðarins á Evrópumótaröðinni. Og Siem var stoltur: „Ég er mjög ánægður að hafa verið valinn. Það voru náttúrulega stór vonbrigði að ég hafi þrátt fyrir sigur minn í Marokko ekki Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór, Pétur og félagar í 12. sæti á Wallace Jones Inv.
Andri Þór Björnsson, GR og Pétur Pétursson, GR og „Geaux Colonels“ golflið Nicholls State tóku þátt í ULM Wallace Jones Invitational dagana 8.-9. apríl s.l. Leikið var á Calvert Crossing golfvellinu í Southern Pines Golf Club í Calhoun, Louisiana. Þátttakendur voru 80 frá 14 háskólum. Andri Þór lauk keppni á samtals 232 höggum (80 75 77) og var á besta skori í liði sínu Geaux Colonels sem höfnuði í 12. sæti í liðakeppninni. Andri Þór varð í 27. sætinu í einstaklingskeppninni. Pétur Pétursson tók einnig þátt og var á samtals 252 höggum (88 76 88) og deildi 75. sætinu í einstaklingskeppninni. Hann var á 4. besta skori liðsins og taldi Lesa meira








