Hermann Keiser (t.v.) tekur við verðlaunum.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 10:00

5 kylfingar sem unnu óvænt á Masters

Allir búast við að Tiger Woods sigri á Masters mótinu, sem hefst í dag. Einu vandræðin við allar svona spár er að þær standast ekki alltaf, því stundum eru það þeir sem enginn á von á að vinni, sem stendur uppi sem sigurvegari.

Það þættu heldur betur fréttir til næsta bæjar ef Alan Weaver, Steven Fox eða hinn 14 ára kínverski strákur Guan Tianlang stæðu uppi sem sigurvegarar á mótinu í ár.

Hér verða rifjuð upp 5 tilvik um óvænta sigurveagara á Masters:

Arnold Palmer (t.v) og Art Wall (t.h).

Arnold Palmer (t.v) og Art Wall (t.h).

5. Art Wall

Á árunum 1958-1966 voru Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Gary Palmer allsráðandi og sigruðu milli sín á öllum  Masters mótum þessara ára nema 1…  árið 1959 þegar Art Wall vann.  Það var glæsilegur lokahringur hans upp á 66 högg, sem réði úrslitum, en á þeim hring fékk hann 5 fugla á síðustu 6 holurnar. Wall á líka nokkuð sérstakt met en það er að sigra á Masters þrátt fyrir að hafa ekki verið meðal 10 efstu fyrir lokahringinn.

Hermann Keiser (t.v.) tekur við verðlaunum.

Hermann Keiser (t.v.) tekur við verðlaunum.

4. Herman Keiser

Man nokkur eftir Herman Keiser?  Hann sigraði á the Masters 1946. Þetta var á þeim tíma þegar Byron Nelson og Ben Hogan voru allsráðandi á golfvöllum heimsins. Keiser náði forystunni á 3. holu og lét hana aldrei af hendi eftir það. Hann var með hringi upp á 69 og 68 fyrstu tvo dagana en 3. keppnisdag kom hann næstum því of seint á teig  og varð næstum af mótinu. Hann fékk 13 ára kylfusvein, sem dró pokann hans. Á lokahringnum spilaði Keiser með Byron Nelson. Allir veðjuðu á að Ben Hogan myndi sigra en hann var í lokahollinu. Keiser þrípúttaði á 18. holu og Hogan þurfti aðeins að ná pari til þess að komast í bráðabana en missti stutt pútt og Keiser sigraði!

Fuzzy Zoeller í græna jakkanum 1979.

Fuzzy Zoeller í græna jakkanum 1979.

3. Fuzzy Zoeller

Aðeins þremur kylfingum hefir tekist að sigra á Masters í fyrsta sinn sem þeir taka þátt. Sá fyrsti er Horton Smith en hann vann 1. Mastersmótið, sem fram fór 1934 – Annar er Gene Sarazen, 1935. Og svo var það árið 1979 að enginn lét sig dreyma um að Frank Urban Zoeller betur þekktur sem Fuzzy myndi sigra mótið, sérstaklega vegna þess að hann var 6 höggum á eftir Ed Sneed fyrir lokahringinn. En síðan fékk Sneed skolla á síðustu 3 holurnar og varð að fara í 3 manna bráðabana við Zoeller og Tom Watson. Þeir fengu allir par á 10. holu og fóru síðan á 11. holu. Bolti Sneed lenti í bönker, sem varð honum örlagaríkt Watson missti fuglapútt en Zoeller átti frábært aðhögg – boltinn lenti 2 metra frá holu, pútt sem hann setti niður fyrir sigri! Hann er þriðji og síðasti kylfingurinn sem tekist hefir að sigra á the Masters í 1. tilraun sinni, þ.e. í fyrsta skipti sem hann tekur þátt.

Zach Johnson í græna jakkanum 2007.

Zach Johnson í græna jakkanum 2007.

2. Zach Johnson

Johnson lýsti sjálfum sér sem venjulegum strák frá Cedar Rapids, Iowa, og það eru ekki margir sem eru ósammála því. Hann ferðaðist um Bandaríkin og spilaði á smámótaröðum, stritaði á Nationwide Tour og var bara með 1 sigur í beltinu á PGA Tour þegar hann kom til Augusta National 2006.

Aðstæður til leiks voru erfiðar, það var kalt og vindur og skorin endurspegluðu það. Stuart Appleby var með 1 högga forystu á Tiger fyrir lokahringinn. Johnson var 2 höggum á eftir og enginn veitti honum neina athygli. Hann var bara meðalmaður í högglengd af teig og var með þá skrítnu strategíu að reyna aldrei að vera inn á flöt í 2 höggum á par-5um (sem flestar stórstjörnur golfsins gera auðvitað í þeirri von að ná erni eða fugli). En hvað um það Zach stóð uppi sem sigurvegari á Masters 2007. Var einhver búinn að gleyma því?  Þetta var í fyrsta sinn sem Tiger var í lokaráshóp og náði ekki að ganga af velli með sigur.

Larry Mize fagnar sigri á the Masters 1987.

Larry Mize fagnar sigri á the Masters 1987.

1. Larry Mize

Mize fæddist í Augusta og nam við Georgia Tech en var að öðru leyti með heldur venjulegan feril á PGA. Eftir að hann sigraði  1983 á Danny Thomas Memphis Classic gaf hann aldrei eftir kortið sitt, en þrátt fyrir að hafa tekið þátt í Masters 4 sinnum hafði hann ekki náð að vera meðal efstu 10.

Jafnvel þegar hann komst í umspilið á Masters 1987 var enginn sem hefði lagt pening undir og veðjað á Mize. Í umspilinu með honum voru nefnilega Seve Ballesteros sem þegar hafði 2 Masters titla í beltinu og síðan Greg Norman, sem hafði fengið skolla á 18. árið áður þegar Nicklaus sigraði.

En svo fór að Ballesteros datt út á 1. holu bráðabanans þegar hann náði bara skolla á 10. braut og það leit út fyrir að Mize myndi detta út næst. En hann átti aðhögg hægra megin á 11. braut meðan Norman átti bara eftir 30 feta (10 metra) pútt.

Það sem gerðist er sögulegt; Mize átti eitt aleftirminnilegasta vippið í allri sögu Masters, vippið sem fór algerlega með Norman… því það fór beint ofan í holu. Vippið var djarft það var svo mikill hraði á boltanum hefði hann lent einhvers staðar til hliðar við holuna hefði leikurinn verið tapaður fyrir Mize. Svona allt-eða-ekkert-högg!!! Mize setti niður af 140 feta (u.þ.b. 47 metra) færi og þannig fór að heimamaðurinn, strákurinn sem vann við skortöflurnar sem táningur (Mize) fékk að klæðast græna jakkanum!!!

Heimild: NY Times