Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór, Pétur og félagar í 12. sæti á Wallace Jones Inv.

Andri Þór Björnsson, GR og Pétur Pétursson, GR og „Geaux Colonels“ golflið Nicholls State tóku þátt í ULM Wallace Jones Invitational dagana 8.-9. apríl s.l. Leikið var á Calvert Crossing golfvellinu í  Southern Pines Golf Club í Calhoun, Louisiana.

Þátttakendur voru 80 frá 14 háskólum.

Andri Þór lauk keppni á samtals 232 höggum (80 75 77) og var á besta skori í liði sínu Geaux Colonels sem höfnuði í 12. sæti í liðakeppninni. Andri Þór varð í 27. sætinu í einstaklingskeppninni.

Pétur Pétursson tók einnig þátt og var á samtals 252 höggum (88 76 88) og deildi 75. sætinu í einstaklingskeppninni. Hann var á 4. besta skori liðsins og taldi það því.

Næst spilar Nicholls State í Southland Conference Championships dagana 22.-24. apríl n.k.

Til þess að sjá úrslitin í ULM Wallace Jones Invitational SMELLIÐ HÉR: