Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 17:00

Golfgoðsagnirnar 3 slógu 1. höggin á Masters – Staðan á Masters

Golfgoðsagnirnar 3 „The Big Three“ eins og þeir eru kallaðir: Jack Nicklaus, Arnold Palmer og  Gary Player slógu fyrstu höggin á 77. Masters mótinu, sem hófst í morgun á Augusta National.

Nicklaus sem er yngstur  átti lengsta höggið, Player átti ágætis 230 metra högg og Palmer sem er orðinn 83 ára sló 45 metrum styttra en Palmer.

Skotinn Sandy Lyle tók síðan fyrsta opinbera höggið, en 25 ár eru síðan að hann vann Masters.

Sandy Lyle

Sandy Lyle

Búið er að vökva völlinn og hann að venju afar fagur á þessum árstíma; enda heita brautirnar í höfuðið á blómunum, sem prýða þær.

Fylgjast má með gengi stórstjarnanna á Masters 2013 með því að SMELLA HÉR: