Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 14:45

Tvær kjarnorkukonur

Í gær þegar Caroline Wozniacki var kylfuberi fyrir kæresta sinn Rory McIlroy hitti hún aðra af tveimur konum, sem fyrstar allra hafa hlotið inngöngu í þennan últra-íhaldsama einkagolfklúbb, sem Augusta National er.

Fram til ársins 2012 bannaði Augusta National nefnilega konum að gerast félagar í klúbbnum, en eftir mikla gagnrýni sem klúbburinn hlaut var tveimur  konum veitt félagsaðild…. að því er margir telja…. svona til málamynda.

Sú sem Caro hitti var Condoleezza Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var að fylgjast með par-3 mótinu.

Hin konan sem hlotið hefir inngöngu í Augusta National er billjónamæringurinn Darla Moore.  Condi eins og Condoleezza er oft kölluð er ekki eins rík og Darla (hrein eign hennar er „aðeins“ metin á $ 4 milljónir bandaríkjadala og er hún hreinasti fátæklingur meðal félaga Augusta National, sem flestir eru á Forbes 500 listanum.  Hrein eign Dörlu og eiginmanns hennar eru t.a.m. $ 2,3 billjónir).

Hins vegar kann Condi að spila golf og hefir mikinn áhuga á íþróttinni. Phil Mickelson sagði m.a. að hún væri góður púttari.  Hún var líka á sínum tíma valdameiri en Darla og hefir enn tengsl um allt stjórnkerfi Bandaríkjanna.

Vel fór á með þeim Condi og Caro!