Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 09:00

Evróputúrinn: Siem kylfingur marsmánaðar

Marcel Siem var valinn kylfingur mars mánaðar á Evróputúrnum. Aðeins 0.03 stigum munaði að hann kæmist á the Masters eftir glæstan sigur á Trophée Hassan II í Marokkó fyrir 2 vikum og næði 50. sætinu á heimslistanum.

Með útnefningunni hlýtur Siem tækifæri á að verða valinn sem kylfingur ársins í loks árs, en þá heiðursnafnbót hlaut Rory McIlroy á síðasta ári.

Þetta er í fyrsta skipti sem hinn 32 ára kylfingur frá Mettmann í Þýskalandi (Siem) hlýtur útnefninguna um kylfing mánaðarins á Evrópumótaröðinni.

Og Siem var stoltur: „Ég er mjög ánægður að hafa verið valinn. Það voru náttúrulega stór vonbrigði að ég hafi þrátt fyrir sigur minn í Marokko ekki komist á Masters. En að verða kylfingur mánaðarins er ákveðinn árangur. Þessi heiður mun alltaf minna mig á þriðja sigur minn á Evrópumótaröðinni.“