Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 14:30

Kylfuberinn gaf eiginhandaráritanir

Caroline Wozniacki er örugglega fyrsti kylfuberinn í sögu Masters til þess að gefa eiginhandaráritanir….. þ.e.a.s. í jafnmiklum mæli og gerðist í gær.

Caroline Wozniacki stóð fyllilega undir uppnefni sínu: „Little Miss Sunshine’ og US Masters hreinlega lýstist upp þegar hún birtist til þess að kaddýast fyrir kæresta sinnn, Rory McIlroy í hinu venjubundna par-3 móti.

Þau mættu ásamt Graeme McDowell og kærestu hans Kristin Stape, sem einnig var í hvítum hefðbundnum kaddýsamfestingi og sagt var að Caroline hefði þegar skrifað sig í golfsögubækur Augusta National, þar sem allt eins vinsælt var að fá eiginhandaráritun hjá henni og hjá  öllum stjörnukylfingunum, sem voru á staðnum.

Kristin Stape var kylfuberi Graeme McDowell en þau skötuhjú giftast nú í haust!

Kristin Stape var kylfuberi Graeme McDowell en þau skötuhjú giftast nú í haust!

Þegar Rory gaf áhangendum sínum eiginhandaráritanir fylgdi „Wozza“ á eftir honum og var beðin um það sama – sem er í fyrsta sinn hjá þesum últra íhaldsama Geogría golfklúbbi, sem það gerist.

„Ég er á frábærum samningi hjá Rory og ég fá góðan tékka fyrir að gera þetta,“ grínaðist Wozniacki við sjónvarpsfréttamenn. „Ég gaf honum sérstakt gjafverð.“

Og Rory sem er næstefstur í veðbönkum yfir þá sem spáð er sigri sagði:„Þetta er mjög sérstakt. Caroline hafði tækifæri til að koma á síðasta ári en það gekk ekki upp. Ég vildi að hún kæmi til Augusta og kæmi á Masters til þess að sjá um hvað þetta snýst. Það er frábært að hún er hér í þessari viku. Það gerir þetta eftirmiðdagssíðdegi sérstakt að hún geti verið hér með mér.“

Wozniacki var með hringshlunk, sem hratt af stað annarri sögusagnabylgju um að hún og Rory væru trúlofuð.

Trúlofuð?

Trúlofuð?

Viðvíkjandi sögusagnirnar um að þau hefðu trúlofast vegna stærðar hringsins á vinstri hendi sagði Wozniacki: „Þetta var jólagjöf og hann passar á þennan fingur þannig að á fingurinn fór hann… en svo frétti ég allt í einu að ég sé trúlofuð, sem ég er ekki. Ekki hafa áhyggjur við látum ykkur vita ef það gerist.“

Wozniacki var gagnrýnd fyrir að bera Masters saman við Wimbledon og bakkaði með þær athugasemdir þar sem hún burðaðist með kylfur Rory.

„Augljóslega er þetta (Masters) mjög sérstakt mót,“ sagði hún. „Það hefir svo margar venjur. Það er á margan hátt svipað Wimbledon, en það er líka ólíkt á marga vegu.“

„Vonandi læt ég hann ekki hafa of margar rangar kylfur,“ sagði Wozza brosandi áður en þau Rory hófu keppni í par-3 mótinu.

„Vonandi er þetta rétta kylfan" kann Woznciacki að hugsa

„Vonandi er þetta rétta kylfan“ kann Woznciacki að hugsa

Það sem Caroline vissi ekki er að e.t.v. hefir Rory bara vonast til að það gerðist…. hann hélt sig öruggum megin og var ekkert að vinna par-3 mótið – það fylgja nefnilega þau álög að sá sem vinnur par-3 mótið sigri ekki á aðalmótinu!