Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 14:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik á Wofford Inv. í dag

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og the ETSU Bucs hefja leik í dag á Wofford Coca-Cola Invitational í Spartansburg, Suður-Karólínu.

Mótið er tveggja daga frá 15.-16. apríl.  Golflið ETSU hefir unnið síðustu tvö Coca-Cola Invitational mótinu á s.l. 2 árum.

Þátttakendur eru um 88 frá 16 háskólum: Golflið ETSU, The Terriers, Appalachian State, Charleston Southern, Elon, Furman, Gardner-Webb, High Point, James Madison, Longwood, Presbyterian, Radford, Stetson, USC Upstate, Western Carolina, and Winthrop.

Þetta er síðasta mót Guðmundar Ágústs og ETSU fyrir svæðamótið Atlantic Sun Championship, sem stendur dagana 21.-23. apríl n.k  og fer fram á The Legends golfvellinum í Braselton, Georgíu.

Ekki er hægt að vera með tengil inn á skortöflu í mótinu,  en Golf1.is mun flytja úrslitafréttir úr mótinu um leið og þær birtast.