Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 08:00

Scott:„Er stoltur Ástrali“-Myndskeið

Hér má sjá frá blaðamannafundi með sigurvegara the Masters 2013 – Ástralanum Adam Scott.

Scott hóf ræðu sína á að segja að dagurinn hefði verið ótrúlegur þar sem allt hefði fallið með sér.  Hann væri stoltur Ástrali sem vonaði að sigurinn félli í góðan jarðveg heima fyrir…. (í Ástralíu) ….. en einnig í Nýja-Sjálandi (þaðan sem kylfuberinn hans frægi Steve Williams er).

Scott hældi Ángel Cabrera sagði að hann hefði kynnst honum nokkuð í gegnum Forsetabikars-keppnir … hann væri sannur herramaður og þeir báðir vinir. Scott sagði að hann mæti það mikils að Ángel hefði eitt sinn sagt við sig þegar sér gekk illa í Forsetabikarnum að hann væri frábær kylfingur.  Svona gleymdist bara ekki og sýndi hversu almennilegur og góður Ángel Cabrera væri.

Á 18. holu sagðist Adam að spennan hefði verið farin að segja til sín – honum fannst að hann yrði að grípa tækifærið þarna og setja alla pressuna á þann sem var eftir úti á velli. Hann hefði átt tækifæri og hefði gripið það. Hann mundi eftir þeim ótrúlega stuðningi sem hann fékk frá öllum áhorfendum í kring, Áströlum, sem voru alla vikuna að fylgjast með mótinu sem öðrum – Scott fannst áhorfendur hafa verið pínu á sínu bandi.

Að fara í umspilið sagði Scott að það hefði verið sérstök tilfinning – ærandi en aftur hefði sér fundist að áhorfendur stæðu með sér og það væri góð tilfinning.

Til þess að sjá myndskeiðið frá blaðamannafundinum með Adam Scott eftir Masters mótið SMELLIÐ HÉR: